Nú gefst viðskiptavinum sem eru í HCM hýsingu Advania kostur á að þurfa ekki að remote-a (Remote Desktop Connection) sig til að tengjast H3 kerfinu.
→ Þessi breyting hefur þau áhrif að það er mun auðveldara að skrá sig inn í kerfið og öll umsýsla launavinnslu verður mun betri.
Kostir:
Geta skráð sig inn á H3 kerfið beint af sinni vél (tölvu)
Geta unnið með kerfið og slitið frá skjámyndir á fleiri en einn skjá.
→ Advania heldur áfram og sér um allar uppfærslur.
Hvað þarf að gera?
Til að geta byrjað að nota H3 Kerfið án þess að remote-a sig inn, þá þarf eftirfarandi að vera uppsett á vélinni (tölvunni).
Slóð sem hefur verið afhent hverju fyrirtæki fyrir sig https://fyrirtæki.hcm.is/tmsc/ (Í stað fyrirtæki þá er fyrirtækisnafn)
→ Ef það vantar upplýsingar um slóð þá hafið samband á netfangið h3@advania.is
Þetta eru forritin sem um ræðir sem þarf að vera uppsett, rauðmerkt á myndinni:
Microsoft .NET Framework 4.8 (64 - bita) → https://dotnet.microsoft.com/en-us/download/dotnet-framework/thank-you/net48-web-installer
Microsoft Edge WebView2 (64 - bita) → https://go.microsoft.com/fwlink/p/?LinkId=2124703
SAP Crystal Reports Runtime Engine for .NET Framework (Service Pack 32 - 64 - bita) → https://origin-az.softwaredownloads.sap.com/public/file/0020000000661872022
Microsoft OLE DB Driver for SQL Server (18.6.5) → https://go.microsoft.com/fwlink/?linkid=2218891
Að lokum þarf að gera tvennt til viðbótar:
Skipta út slóðum, svo ekki sé tilvísun í tsclient, sem dæmi:
Slóð sem er inn í hýsingunni er t.d. \\tsclient\C\
Henni þarf að breyta í C:\ og rest er hægt að hafa eins. Slóðir eru undir Stofn – Stillir – Staðsetningar
Athugið að skipta eingöngu út fremsta parti slóðar. Sumstaðar er vísun í SQL og þá látið þið það halda sér.
Prófa sendingu skilagreinar með tölvupósti. Ef póststillingin á netfanginu sem er skráð fyrir tölvupóst sendingum skilagreina er tengd office 365, þá þarf ekkert að gera, en ef það er tengt srelay sendingu, þarf að skoða þann part í samvinnu við Ísleif.
Hér er linkur á leiðbeiningar hvernig er hægt að tengjast teningaskýrslum utan remote (Remote Desktop Connection).