Fyrst þarf að varpa launaliðum yfir í Flóru, sjá leiðbeiningar hér: Varpa launaliði yfir í Flóru
Athugið, launaliðir fyrir styrki mega ekki vera skráðir undir Hlutföll né Krónur í Launatöflu. Ef launaliðirnir eru skráðir þar munu styrkirnir ekki stofnast í H3 eftir að þeir hafa verið samþykktir.
Stofna styrki
Notandi með administrator réttindi í Flóru er sá sem getur fengið heimild til að stofna og breyta uppsetningu á Styrkjum.
Styrkir eru stofnaðir undir Styrkir - Uppsetning - Búa til styrk
Viðeigandi upplýsingar eru skráðar - ýtt á Vista.
Undir Styrkir - Uppsetning er hægt að sjá alla þá styrki sem eru virkir, sem verða virkir í framtíðinni og ski sem eru óvirkir.
Ef farið er í Breyta á styrki er hægt að setja viðhengi með styrknum, hægt er að skrá algengar spurningar og svör við þeim, ásamt því að afvirkja styrk.
Upplýsingum um styrk líkt og heiti eða upphæð er aðeins hægt að breyta áður en fyrsta styrkumsókn berst.
Hvernig styrkir birtast í H3
Heilsustyrkir og Símastyrkir birtast í bunka undir Laun - Laun - Bunkaskráning, númer bunkans mun byrja á GRA.
Segjum sem svo að það eru styrkir samþykktir í dag og svo styrkir samþykktir í næstu viku. Þá munu allar þær færslur stofnast í sama bunkanum. Út af því er verklagið hugsað sem svo að færslur eru settar í útborgun í lok mánaðar.
Samgöngustyrkur er mánaðargreiðsla og birtist í fastir og hlutfallaðir liðir m.v. dagsetninguna sem styrkur var samþykktur. Því þarf að breyta dagsetningu í fyrsta dags mánaðar svo upphæð komi ekki hlutfölluð inn.
Unnið er að því að geta sent styrki yfir í Flóru fyrir mismunandi tímabil.
Segjum sem svo að það þarf að vera búið að sækja um styrk fyrir tuttugasta hvers mánaðar til að fá styrkinn greiddan í næstu útborgun.
Segjum sem svo að samgöngustyrkur var samþykktur um miðjan mánuð en hann á að taka gildi í byrjun mánaðar eða byrjun næsta mánaðar. Þá mun samþykkjandi velja upphafsdagsetningu í Flóru og það mun vera “virkur frá” dagsetningin á tímavídd inn í H3.