Sótt er um styrki undir Styrkir - Yfirlit - Sækja um.
Þú skráir þá upphæð sem þú ert að sækja um undir Upphæð, dálkurinn Upphæð í boði sýnir þá upphæð sem þú átt inni.
Val er á að skrá inn athugasemd fyrir samþykktaraðila.
Kvittunum eru bætt við undir viðhengi. Hægt er að velja fleiri en eina kvittun í einu úr sömu möppu (folder) með því að halda inn Ctrl eða Shift.
Þegar þú hefur ýtt á Vista, þá hefur styrkur verið sendur til samþykktar.
Undir Sagan getur þú séð þá styrki sem þú hefur sótt um og hver staðan þeirra er.
Ef styrkur er hafnaður fer upphæð aftur í upprunalegu upphæðina og ef þú ýtir á umsóknina sem var höfnuð undir Sagan getur þú séð athugaesmd sem samþykktaraðili skráði.
Ef ástæða fyrir höfnun er að það vantaði upplýsingar t.d. kvittun, þá getur þú sótt aftur um styrkinn og passar að hafa viðeigandi upplýsingar eru skráðar.