Til þess að þetta sé mögulegt þarf vinnuskylda 100% að vera fyllt út í skjámyndinni "Skráning launaáætlana".Ef við þurfum að reikna upp eitthvað sem einingadálkar hafa áhrif á t.d. orlofs- og desemberuppbót er það gert í Aðgerðir/Áætlanir/"Reikna upp eingreiðslur", þetta er gert allra síðast þegar búið er að ganga frá dálkunum fyrir mánaðarlaunin og tímana.
- Upphæðardálkur: Sá krónutöludálkur í áætluninni sem ég ætla að setja upphæðina í.
- Mánuður: Í hvaða mánuði er áætlað að uppbótin sé greidd út
- Launaliður í launatöflubreytingum: í hvaða launalið í töflunni "Launatöflubreytingar" á að sækja upphæð greiðslunnar, upphæðin er sótt í hverja launatöflu fyrir sig og verður því að vera til fyrir allar töflur í þeim mánuði sem á að greiða hana út.
- Viðmiðunartímar. Tímafjöldinn sem gerir heila uppbót. Þessir tímar geta verið hvað sem er, ef mismunandi á milli kjarasamninga eru færslurnar síaðar áður en farið er í aðgerðina
- Hlutfallsdálkar: Hvaða einingadálkar hafa áhrif á uppbótina, oftast eru það mánaðarlaun og dagvinna en í einhverjum tilfellum getur yfirvinnan einnig haft áhrif, t.d. ef starfsmaður vinnur sína vinnu að mestu leyti utan dagvinnutíma
- Virkar á: ef ekki á að reikna upp fyrir alla starfsmenn er valið "Síaðar færslur" og er þá reiknað samkvæmt þeirri síu sem er á í "Skráning launaáætlana"