Umsóknir síaðar eftir ráðningarbeiðnum (lausum störfum)

Opnaðu Stjórnun > Umsóknir til að skoða allar umsóknir sem þér hefur verið gefinn aðgangur að. Í þessum lista getur þú síað umsóknirnar, flokkað, raðað og velt á á margvíslega vegu.

Sjá nánar um að vinna með lista hér:


Leitað í umsóknum

  • Í umsóknalistum getur þú bætt inn í listann hvaða umsóknarspurningu, reit af Yfirferð umsóknar flipa og Ráðning flipa inn í listann, og þar með notað til að sía, raða og flokka eftir. 
  • Hægri-smelltu á eitthvert dálksheiti til að stilla af hvaða dálka þú vilt sjá, og mundu að þú getur vistað uppsetningu undir Uppsetningar í Aðgerðir glugganum þegar þú hefur stillt upp lista eins og þú vilt sjá hann.

Ef engin sía er valin sérðu allar umsóknir, en með því að velja ákveðna ráðningabeiðni sérðu aðeins þær umsóknir sem henni tengjast:


Af hverju finn ég ekki ákveðna umsókn / af hverju fæ ég ekki allar umsóknir upp?

  • Byrjaðu á að kanna hvort þú sért þegar með valda ráðningabeiðni.  Þú getur afvalið hana með því að velja tómu línuna í vallistanum:


  • Næst skaltu kanna hvort þú ert með einhverja aðra síu á umsóknalistanum:


    Þú getur fjarlægt síuna með því að smella á Hreinsa síu, sem þú sérð með því að smella á örina hægra megin við síuna:


  • Það er einnig mögulegt að þú sért með einhverja leit virka - hreinsaðu úr leitarstýringunni og ýttu svo á Enter ef einhver texti er í þessum reit:


  • Ef þú finnur enn ekki umsóknir sem þú ættir að sjá skaltu biðja einhvern á mannauðssviði um að kanna hvort þú sért örugglega komin(n) með þann aðgang sem þú þarft, bæði að stöðum umsókna og að ráðningarbeiðninni sem þú ert að leita að umsóknum fyrir - sjá Aðgangur stjórnenda og annarra að umsóknum