Skráning næsta yfirmanns í mannauðslista

Til þess að nafn næsta yfirmanns birtist í mannauðslistanum þarf að skrá stjórnanda á deild.

Stjórnandi er skráður á deild í gegnum Stofn - deildir/svið/verk

Í deildarlistanum er valin sú deild sem við á og í færslu undir Yfirmenn í deildum er valinn sá aðili sem er stjórnandi þessarar deildar. Hægt er að setja inn upphafsdagsetningu í Dags.frá en nauðsynlegt er að hakað sé í Staða.

Í þessu dæmi verður þá Rakel Jakobsdóttir næsti yfirmaður allra sem skráðir eru í deild 20 Laun og mannauður - þjónusta.

Eins og sjá má á myndinni þá fá allir starsmenn Rakel sem yfirmann, nema hún sjálf.

 

Til þess að stjórnandi deildar, í þessu tilviki Rakel Jakobsdóttir, fá réttan yfirmann skráðan á sig að þá þarf deildin hennar að vera tengd yfirdeild eða sviði.

Á yfirdeildinni eða sviðinu þarf að vera skráður yfirmaður og það er sá aðili sem verður næsti yfirmaður Rakelar Jakobsdóttur.

Á myndinni má sjá að deildin Gæðamál er merkt sem yfirdeild. Deildin Laun og mannaður - þjónustu er hengd á yfirdeildina Gæðamál og því verður Hjörtur næsti yfirmaður Rakelar því hann er skráður sem yfirmaður á Gæðamál.