Yfirferð umsókna

Flipinn Yfirferð umsókna á umsóknum er ætlaður stjórnendum, mannauðsdeild og öðrum sem koma að úrvinnslu umsókna til að skrá og deila upplýsingum um umsóknina. Til dæmis er hér hægt að halda utan um hversu vel umsækjandinn uppfyllir kröfur starfsins, hversu vel hann kemur fram í viðtölum, umsagnir meðmælenda, hvort hann hafi staðist getukannanir, skilaboð frá mannauðsdeild og svo framvegis.



Flipinn er í raun eins og umsóknin að því leyti að á hann má bæta við "spurningum" að vild og þannig sníða flipann að þörfum fyrirtækisins. "Spurningar" sem settar eru á flipann eru alltaf faldar fyrir umsækjandanum, en þær má hinsvegar birta í listanum yfir umsóknir og þannig bera saman umsækjendur á ýmsa vegu út frá öllu því sem skráð er á flipann.

Hér að ofan sést að spurningum varðandi viðtal 1 og 2, útkomu úr verkefni og persónuleikaprófi hefur verið bætt við flipann Yfirferð umsókna.  Á myndinni að neðan hefur þeim spurningum verið bætt inn á listann og raðað eftir niðurstöðu úr fyrsta viðtali. Hér er því auðvelt að sjá að Anna Gréta stóð sig frábærlega að öllu leyti, og því líklegt að hún verði ráðin. 


Velta má gögnunum á fleiri vegu, flokka saman eftir niðurstöðum o.s.frv. - og auðvitað vista uppsetningarnar þannig að fljótlegt sé að sjá sömu sýn aftur síðar, t.d. þegar farið er yfir umsækjendur fyrir næsta starf. 

Sjá nánar um að vinna með lista hér:

Hafðu samband við okkur ef þú vilt aðstoð við að stilla Yfirferð umsókna flipann af eins og þú vilt hafa hann: h3@radningar.is