Persónuvernd

Í H3 eru tekin fjögur megin skref til þess að aðstoða notendur með nýja löggjöf um persónuvernd og er það gert í eftirfarandi röð:

  1. Leið til að krefja umsækjanda um samþykki áður en hann sendir inn umsókn ásamt því að umsækjandi getur séð og eytt sínum gögnum.
  2. Leið til að leita að gögnum starfsfólks í öllu kerfinu og taka út upplýsingar í Excel eða Json.
  3. Leið til að eyða gögnum starfsmanna (framundan).
  4. Dulkóðun gagnagrunna H3 (framundan).


Persónuvernd í H3 Ráðningar

Persónuvernd í H3 Laun, Stjórnun, Fræðsla, Mínar síður:

Hægt er að: 

Afhenda upplýsingar á lesanlegu og tölvutæku formi:

  • Hægt er að leita að öllum gögnum starfsmanna í H3 sem birtir lista sem hægt verður að taka út í Excel eða Json (tölvutækt form) og afhenda starfsmanni.
  • Ef starfsmaðurinn sem leitað er að er óvirkur er hægt að eyða upplýsingum um hann að undanskildum launaupplýsingum yngri en sjö ára.
  • Það verður á ábyrgð hvers fyrirtækis hvaða gögnum er eytt og hvaða gögn verða afhent starfsmönnum.
  • Sjá leiðbeiningar hér.

Setja af stað skipulagða eyðingu gagna:

  • Boðið verður upp á skipulagða eyðingu gagna fyrir skilgreind gögn fyrir starfsmenn sem merktir eru sem óvirkir.
  • Einnig mun vera hægt að eyða skjölum eða eyðublöðum hjá virkum starfsmönnum.
  • Virknin er væntanleg.

Dulkóða gögn um starfsmenn:

  • Í byrjun 2019 er áætlað að dulkóða gagnagrunnana sem geyma H3.