Signet - Rafrænar undirskriftir


Signet er vettvangur í Skýinu sem einstaklingar og fyrirtæki geta nýtt sér til að undirrita allar tegundir af skjölum. Sem dæmi má nefna lán, samningar (t.d. ráðningarsamningar), fundargerðir, eignaskiptayfirlýsingar, kaupmálar eða hvað annað sem þarfnast undirritunar. Eina skilyrðið er að skjalið sé á PDF formi. Rafræn undirritun er jafngild hefðbundinni undirritun.

Signet styður fullgild rafræn skilríki frá Auðkenni. Undirritanir sem gerðar eru með Signet standast kröfur laga nr 28/2001 til fullgildra rafrænna undirritana og eru því lagalega séð jafngildar hefðbundinni undirritun með penna.

Skjöl sem eru undirrituð með Signet eru með svokallaðri langtíma undirritun, sem táknar að undirritunin inniheldur vottaða tímasetningu sem og staðfestingu á því að rafrænu skilríkin sem beitt var voru í gildi þegar undirritunin var framkvæmd. Þetta táknar með öðrum orðum að skjölin eru með vottuðum tíma sem og vottun á að sá sem undirritar er sá sem hann segist vera. Í ljósi þessa er ekki lengur þörf á sérstökum vottum að undirritun þegar skjöl eru rafrænt undirrituð með Signet.

Signet er afar öruggt, hannað af öryggissérfræðingum Advania. Aðgangur að Signet er varinn með rafrænum skilríkjum. Öll samskipti eru dulkóðuð sem og allar upplýsingar sem settar eru inn í Signet. Þannig eru öll skjöl sem send eru inn í Signet, á dulkóðuðu formi. Notendur Signet geta treyst að undirritendur eru þeir einu sem mögulega geta séð viðkomandi skjal.

Rafræn undirritun með Signet

Aðilar þurfa að vera með rafræn skilríki til þess að geta undirritað. Mikill tímasparnaður er fólginn í Signet sem nú er búið að samtvinna við H3. Signet gerir yfirmanni kleift að senda hvers konar skjöl til starfsmanna og umsækjenda til undirritunar, til dæmis ráðningarsamning fyrir nýjan starfsmann, samþykki af einhverju af tagi eða jafnvel eyðublöð vegna ýmis konar styrkveitinga. Þannig að á fljótlegan og öruggan máta og án þess prenta viðkomandi skjal út, án þess að þurfa að boða starfsmann / umsækjanda á fund til að undirrita skjalið og án þess að þurfa að skanna skjalið inn og vista það sérstaklega á viðeigandi stað í tölvukerfinu má fá undirrituð skjöl frá öllum hlutaðeigandi í gegnum Signet. Signet er aðgengilegt í H3 Ráðningar, H3 Stjórnun og H3 Laun.

Upppsetning á Signet

Áður en hægt er að hefjast handa við að setja upp Signet þarf tvennt að liggja fyrir

  • Samningur við Signet
  • Búnaðarskilríki. Ef fyrirtækið á búnaðarskilríki þá er hægt að nota þau annars er hægt að nálgast slík skilríki hjá Auðkenni

Þegar þetta liggur fyrir þarf að hafa samband við Ráðgjafa H3 í H3@advania.is sem munu með aðstoð tæknimanna setja Signet upp.