Signet - yfirlit skjala
Nálgast má yfirlit yfir send skjöl úr Signet undir Rafrænar undirskriftir> Yfirlit skjala. Þar má sjáhvað skjöl hafa verið undirrituð eða ekki, hvort þau séu undirrituð af öðrum aðilanum en ekki hinum (undirrituð að hluta) eða hvort þeim hefur verið hafnað eða eytt.
Litadoppurnar sýna fjölda skjala sem send hafa verið á einstakling og af lit doppunnar má sjá í hvaða stöðu skjalið er. Hægt er að smella á doppuna til að fá nánari upplýsingar um skjalið, til dæmis heiti skjals, hvenær það var sent í undirritun, tímamörk undirritunar og hver hefur undirritað og hver ekki þegar um tvíhliða undirritun er að ræða.
Ef skjölin eru fleiri en eitt af sömu tegund endurspeglar doppan lit nýjasta skjalsins og þegar smellt er á doppuna má sjá öll skjölin sem liggja að baki og hægt er að skoða yfirlit hvers fyrir sig.
Á yfirlitinu birtast skjöl sem hafa verið send í gegnum laun, mannauð og ráðningar. Hægt er að fara í tannhjólið efst í vinstra horni og stilla hvaða skjöl eiga að birtast á yfirlitinu. Hægt er að sía eftir kerfishluta, deild, starfsheiti og tegund viðhengja.
ATHUGIÐ
Til að fá aðgang að yfirlitinu þarf að bæta einingunni signetdash á eitthvert hlutverk notandans. Hjá notanda með takmarkaðan aðgang munu aðgangsstýringarnar velta á deild og ráðningarbeiðni.
Yfirlitið sýnir ekki eldri skjöl sem send hafa verið í Signet heldur eingöngu skjöl sem send eru eftir að uppfærslan er tekin inn. Söguskráningin sem fyrir er sýnir eftir sem áður öll skjöl, bæði þau sem send voru fyrir uppfærslu og eftir.
Til að deild og starfsheiti birtist hjá umsækjanda á yfirlitinu þarf að skrá það í flipanum ráðning í umsóknum.