Signet aðgangur
Þeir sem undirrita skjöl gegnum signet þurfa ekki til þess sérstakan aðgang í H3. Hins vegar þurfa þeir sem senda skjöl til undirritunar sem og þeir sem eiga að hafa yfirsýn yfir undirrituð skjöl í H3 að fá hlutverk á sig í H3 til að sinna þeim hlutverkum. Eftirfarandi einingar eru í boði fyrir þá sem hafa umsjón með Signet virkni í H3:
EINING | NOTKUN |
---|---|
SignetManager | Aðgangur fyrir þá sem eiga að hafa yfirlit yfir allar sendingar, mega setja upp vinnslur og ákvarða hverjir eru undirskriftaraðilar fyrir hönd fyrirtækisins. Þessi aðgangur er ætlaður þeim sem hafa yfirumsjón með Signet hjá fyrirtækinu. |
Signet | Aðgangur fyrir þá sem eiga að geta sent skjöl til undirritunar í gegnum Signet. Athugið að Saga og Sækja undirrituð skjöl hefur verið fjarlægt úr einingunni og er nú í einingunni SignetManager. |
SignetCanSend | Eining sem notandi þarf að vera með til að geta verið undirskriftaraðili í fyrirtæki án þess að vera starfsmaður þess. |
Signetdelete | Starfsmaður með þessa einingu má eyða skjölum í Signet sem aðrir hafa búið til og getur sett upp vinnslu til þess að uppfæra stöðu skjala samkvæmt Signet. |
SignetWarnings | Þessi eining er notuð til að fá athugasemdir ef gildi vantar í notendanafn, lykilorð, signet vefslóð eða búnaðarskírteini viðkomandi fyrirtækis. Athugasemdin birtist sem rauður kassi neðst í H3. |
1154 | Þessi eining er notuð til að umsjónaraðili Signet hjá fyrirtæki fái tölvupósta ef sjálfvirk vinnsla milli H3 og Signet er ekki í gangi. Til þess þarf einnig að skrá netfang umsjónaraðila á lista - gert af H3 ráðgjafa |
Signetdash | Þessi eining er notuð til að fá yfirlit yfir stöðu skjala sem send hafa verið í Signet. Athugið að sá sem fær þessa einingu sér aðeins yfirlit yfir stöðu skjala þeirra starfsmanna sem hann hefur aðgang að. |
SignetMini | eining sem ætluð er stjórnendum með takmarkaðan aðgang að viðhengjum. Athugið að stjórnandinn er þá sjálfkrafa undirskriftaraðili fyrir hönd fyrirtækisins. |
Athugið
Hafið samband við ráðgjafa við að setja upp aðgang fyrir starfsmenn sem hafa umsjón með Signet sendingum í H3