Undirritunaraðilar

Til að velja hverjir mega undirrita með rafrænni undirskrift fyrir hönd fyrirtækis/stofnunar er farið í Stjórnun>Signet> Undirskriftaraðilar. Ef það er ekki gert,  mun listinn „Undirritun af hálfu fyrirtækis“ birtast tómur.

Þegar smellt er á „Undirskriftaraðilar“ opnast listi með öllum virkum starfsmönnum fyrirtækisins. Haka þarf í þá starfsmenn sem mega undirrita skjöl, sem send eru í Signet, fyrir hönd fyrirtækisins.

Þeir starfsmenn, sem eru með hak, sjást svo í listanum í Undirritun af hálfu fyrirtækis í Signet skjámyndinni.

image-20240214-124532.png

 

ATHUGIÐ

  • Til að geta hakað inn undirskriftaraðila þarf að hafa eininguna SignetManager.

  • Ef undirskriftaraðili er ekki starfsmaður fyrirtækis: Búa þarf til notanda fyrir viðkomandi og passa að setja kennitölu í reitinn Launamenn. Viðkomandi þarf svo að fá á sig eininguna SignetCanSend. Þá birtist hann í listanum yfir þá sem mega undirrita af hálfu fyrirtækis.