Nýr notandi - fyrsta lykilorð
Þegar nýr notandi er búinn til í H3, er hægt að setja inn einfalt lykilorð til bráðabirgða (til dæmis síðustu 4 stafirnir í kenntölu notandans eða “12345”) og láta kerfið minna hann á að búa sjálfur til nýtt lykilorð þegar hann skráir sig inn í fyrsta skipti.
Ný færsla er búin til í Kerfisumsjón > Notendur:
Númer er skráð (hér kennitala notandans) og bráðabirgðalykilorð er sett í báða lykilorðagluggana (hér síðustu 4 stafirnir í kennitölu notanda, 2120). Í reitinn Lykilorð rennur út er sett dagsetning sem er liðin (hér 01.01.2020). Svo þarf að vista notandann með því að smella á diskettuna eða velja Ctrl+S:
Eitt eða fleiri hlutverk eru sett á notandann (hér “Stjórnandi - F”):
Aðgangsstýringar eru settar á notandann (hér Starfsmenn - Deildir “50 Hugbúnaðarsvið innra” og “60 Hugbúnaðarsvið ytra”):
Notandinn skráir sig svo inn í fyrsta sinn með bráðabirgðalykilorðinu sínu:
Og þá opnast sjálfkrafa gluggi þar sem notandinn þarf að breyta lykilorðinu sínu til að geta haldið áfram:
Þegar nýtt lykilorð hefur verið skráð og staðfest smellir notandinn á Áfram og svo OK:
ATH: Dagsetninginn sem sett var inn í upphafi í reitinn Lykilorð rennur út, hreinsast sjálfkrafa út úr notandanum: