Notendur
Notendur eru stofnaðir í Kerfisumsjón/Notendur
Reitur | Skýring |
---|---|
Notendanafn | Notendanafn skráist á allar breytingar sem notandi gerir í kerfinu og þarf því að vera auðkennandi. Notendanafn á alltaf að vera kennitala án bandstriks. Notendanafn skal vera í lágstöfum en má samanstanda af íslenskum stöfum, tölustöfum og táknum, mest 20 stafir. Séu fleiri en eitt fyrirtæki sett upp er notandanafn það sama í þeim öllum en það þarf að setja upp hlutverk í hverju fyrir sig. |
Lykilorð | Einfalt lykilorð: Lykilorð skal vera í lágstöfum en má samanstanda af íslenskum stöfum, tölustöfum og táknum, mest 30 stafir.
|
Heiti notanda | Fullt nafn notanda |
Virkur | Sé hakið tekið úr getur notandi ekki skráð sig inn, gert þegar notandi hættir. |
Aðgangur rennur út | Sett upp ef krafist er flóknari lykilorða, eitt og sér virkar þetta ekki. |
Lykilorð rennur út | Sett upp ef krafist er flóknari lykilorða, eitt og sér virkar þetta ekki. |
Stýrikerfisauðkenni | Nauðsynlegt er að setja inn stýrikerfisauðkenni ef notandinn á að fá aðgang að teningum eða hann vill eiga þess kost að ræsa H3+ án auðkenningar. |
Netfang | Netfang notanda - notað til sendinga á tölvupósti úr kerfinu, t.d. þegar ferillinn um samþykktir launa er ræstur fer tölvupóstur á stjórnendur sem hafa það hlutverk að samþykkja laun, ef netfangið er inni. Sé kennitala launamanns fyllt út í reitnum "Launamaður" þá notar kerfið vinnunetfang úr launamanni í stað þessa netfangs. |
Launamaður | Til að kerfiseiningin "H3 starfsmenn" birti eigin gögn notanda þarf að færa inn kennitölu hans, án bandstriks. Þetta þarf einnig að vera til staðar til þess að notandi fái á sig verkefni í verkferlunum |
Tímaskráning | |
Notandanafn | Fyrir notendanafn í tímaskráningarkerfi |
Lykilorð | Fyrir lykilorð í tímaskráningarkerfi |
Það þarf að setja "Hlutverk" á notanda til að hann sjái einhver gögn.
Í uppflettiglugga má sjá hlutverk og velja þau inn á notanda, athugið að hlutverkið "ENGAR SÍUR" má einungis nota á þá aðila sem mega sjá ALLT.
Mælt er með að útbúin séu sérsniðin stjórnenda- og starfsmannahlutverk fyrir hvert fyrirtæki.
Dæmi um fullan aðgang launafulltrúa að launum og greiningu launa:
Hlutverk eru ekki stöðluð og eru því breytileg milli fyrirtækja. Til að sjá hvaða aðgang hlutverk veitir er farið í töfluna "Hlutverk"
Dæmi um takmarkaðan aðgang millistjórnanda að áætlunum og greiningum:
Athugið !
Þetta hér að ofan eru aðeins dæmi, hlutverk má setja saman á margan hátt. Aldrei ætti að afhenda aðganginn til notanda með takmarkaðan aðgang nema prófa aðganginn fyrst.