Stýrikerfisauðkenni
Eigi notandi að hafa stýrikerfisaðgang inn í H3, þarf að skrá gilt stýrikerfisauðkenni í reitinn “Stýrikerfisauðkenni” í H3 > Kerfisumsjón > Notendur:
Notandi með virkan stýrikerfisaðgang getur skráð sig inn í kerfið án þess að skrá notandanafn og lykilorð í innskráningargluggann.
Hér sést innskráningargluggi þar sem notandi getur skráð sig inn með kerfisauðkenni (notandanafni og lykilorði):
Hér sést innskráningargluggi þar sem notandi getur skráð sig inn með stýrikerfisauðkenni:
Hakreiturinn “Tengjast sjálfkrafa næst” er fyrst og fremst hugsaður fyrir þá notendur sem eru með stýrikerfisaðgang inn í tvö eða fleiri fyrirtæki á sama grunni (samstæðufyrirtæki) en eru samt oftast bara að logga sig inn í eitt þeirra.
Ef hakað er við “Tengjast sjálfkrafa næst”, dettur notandinn beint inn í fyrirtækið sitt, án þess að þurfa að velja það sérstaklega í flettilistanum í innskráningarglugganum og/eða smella á “Áfram”.
Tilgangur hakreitsins er því að fækka smellum í innskráningunni hjá þeim notendum sem þurfa yfirleitt bara að logga sig inn í eitt fyrirtæki innan samstæðu.
Ath. að þessi hakreitur er bara í boði þegar notendur logga sig inn með stýrikerfisauðkenni, - ekki þegar þeir logga sig inn með notandanafni og lykilorði.
Dæmi:
Notandi er með stýrikerfisaðgang inn í tvö fyrirtæki innan samstæðu, X og Y. Ef notandinn hefur ekki hakað í “Tengjast sjálfkrafa næst”, fær hann upp þessa valmynd þegar hann ræsir H3 clientinn, þar sem hann getur skipt um fyrirtæki í flettilista og þarf að velja “Áfram til að komast inn:
Ef notandinn hins vegar tengist öðru hvoru fyrirtækinu, X eða Y, með stýrikerfisauðkenni og hakar við “Tengjast sjálfkrafa næst”, dettur hann beint inn sama fyrirtæki næst þegar hann ræsir H3 clientinn - án þess að fá innskráningarvalmyndina (hér fyrir ofan) upp og án þess að geta skipt um fyrirtæki.
Til að geta aftur valið á milli fyrirtækja úr flettilista, getur innskráður notandi smellt á H3 logoið í vinstra horninu uppi og smellt á hnappinn “Tengjast öðru kerfi”. Þá opnast innskráningarglugginn með flettilistanum (fyrirtækjalistanum) sýnilegum: