Senda skjöl á marga í einu
Nú er hægt að senda skjöl á marga starfsmenn í einu frá H3 Mannauður, H3 Ráðningar og H3 Laun. Það er gert með því einfaldlega að halda niðri CTRL og velja þá starfsmenn sem eiga að fá skjalið til undirritunar. Línurnar sem eru valdar verða bláar og þegar búið er að velja alla þá starfsmenn sem óskað er, er smellt beint á Signet hnappinn.
Þá opnast skráningarglugginn fyrir Signet með þeirri viðbót að allir móttakendur eru birtir í reitnum Móttakendur. Að auki hefur bæst við reiturinn Sameina tölvupósta til starfsmanna og ef hakað er í hann fá þeir sem undirrita fyrir hönd fyrirtækisins einn tölvupóst fyrir öll þau skjöl sem á að undrirrita í stað þess að fá marga sambærilega pósta um að skjöl bíði undirritunar.
Að öðru leyti er glugginn eins og fyrr; setja þarf inn skjal til undirritunar, velja tegund, skrifa skilaboð, velja tölvupóstsniðmát, skrá tímaramma og velja hver á að undirrita fyrir hönd fyrirtækisins. Því næst er smellt á Áfram og þá fá allir móttakendur tölvupóst um að þeir eigi skjal til undirritunar hjá Signet og geta smellt á tengilinn sem kemur í tölvupóstinum til að hefja undirritunarferlið.
Hægt er að senda skjöl á marga starfsmenn hvort sem um er að ræða undirritun af hálfu starfsmanns og fyrirtækis eða einhliða undirritun.