Tölvupóstsniðmát fyrir Signet undirritanir

Sjálfgefið er að Signet þjónusta Advania sendi rafræn skjöl til undirritunar með stöðluðum skilaboðum frá Signet.

Hægt að láta H3 sjá um að senda skjöl til undirritunar og er þá pósturinn sendur í nafni fyrirtækisins og hægt að aðlaga hann í tölvupóstsniðmátum. Velja þarf netfang sem nota skal og skrá það í H3 kerfi (ráðgjafi Advania gerir).

Hægt er að búa til ólík tölvupóstsniðmát eftir því um hvers konar skjal til undirritunar ræðir sbr. starfslýsing, ráðn.samningar, viðauki, samgöngustyrkur, trúnaðaryfirlýsing o.s.frv. Getur t.d. nýst vel ef senda þarf ólík skjöl á sama aðilann til undirritunar eða á ólíkum tungumálum.

Tölvupóstsniðmát eru sett upp í H3 Stjórnun-tölvupóstur-sniðmát

Auðvelt að fylgjast með póstunum í H3 t.d. hægt að sía á ólík sniðmát og/eða signet tölvupósta

Eftirfarandi tölvupóstsniðmátum hefur verið bætt við í Stjórnun - Skilaboð – Sniðmát þegar valin er sú aðferð að H3 sendir Signet pósta.  Gott er að yfirfara texta svo hann samræmist kröfum fyrirtækisins.