/
Einhliða undirritun

Einhliða undirritun

Hægt er að senda skjal til undirritunar hjá einum aðila, til dæmis starfsmanni eða umsækjanda, án þess að fulltrúi fyrirtækis þurfi að undirrita á móti.

Farið er í lista starfsmanna og valið Signet>Einhliða undirritun:

 

Þá opnast gluggi þar sem mögulegt er að setja inn skjal með því að draga það yfir gluggann eða smella á möpputáknið til að sækja skjalið, því næst er tölvupóstsniðmát valið úr fellilista og þegar það hefur verið valið kemur sjálfkrafa sú tegund skjals sem hefur verið hengd á tölvupóstsniðmátið í reitinn Tegund skjals. Í reitinn Heiti skjals má slá inn heitið eða jafnvel stutt skilaboð til þess sem undirritar.

Persónuupplýsingar; nafn, kennitala og netfang, koma sjálfkrafa. Netfangi má breyta ef vill eða velja úr fellilista ef viðtakandi er með fleiri en eitt netfang skráð. Í lokin er valinn Tímarammi undirritunar tímabilið sem skjalið á að vera aðgengilegt í Signet. Reiturinn Dags. frá birtir sjálfkrafa daginn í dag og dags. til og með birtir sjálfgefið dagsetningu sem er fimm dögum síðar. Dagsetningunum má breyta að vild en vegna virkni á Signet yfirliti verða dagsetningar þó alltaf að vera fylltar út.

Því næst er smellt á Senda og loka eða Senda og velja annað skjal, ef senda á fleiri en eitt skjal á sama aðila, og þá er skjalið komið í undirritun.

ATHUGIÐ: Til að geta sent skjöl til einhliða undirritunar þarf notandi að hafa annað hvort á sér eininguna Signet eða SignetMini.



Related content

Senda skjöl á marga í einu
Senda skjöl á marga í einu
More like this
Tölvupóstsniðmát fyrir Signet undirritanir
Tölvupóstsniðmát fyrir Signet undirritanir
Read with this
Einhliða undirritun í Signet
Einhliða undirritun í Signet
More like this
Vinnsla milli H3 og Signet
Vinnsla milli H3 og Signet
Read with this
H3 Innleiðingar
H3 Innleiðingar
More like this
Áminningar og söguskráning
Áminningar og söguskráning
Read with this