Undirrita rafrænt skjal - Signet

Þegar skjal hefur verið sent af stað til undirritunar er komið að því að hlutaðeigendur undirriti skjalið með rafrænum hætti.

Að undirrita rafrænt skjal


  1. Fyrsta skrefið er að þeir sem rita eiga undir skjal fá sendan tölvupóst með hlekk sem vísar þeim inn á svæði sitt á www.signet.is
  2. Krafist er rafrænna skilríkja í síma til að innskrá sig í Signet og til að skoða skjalið.
  3. Smellt er á augntáknið  til að lesa yfir skjalið
  4. Við undirritun notar viðkomandi rafrænu skilríkin í  símanum sínum; notast er við persónulegan aðgang hvers og eins til undirritunar enda jafngildir þetta undirritun með kennitölu.
  5. Sá sem á að undirritan getur valið um að Hafna eða Undirrita skjal.
  6. Rafræn undirritun birtist aftast í skjalinu við nöfn þeirra sem undirrita. 


Nánari upplýsingar um rafræna undirritun: https://cdn.signet.is/Signetmyndbond/saekjaskjal.mp4 


Signet geymir skjöl í hámark 90 daga en hægt er að stilla tímann í H3 (ráðgjafi Advania gerir).

Áminning er send út 7 dögum eftir að skjal er sent með Signet. Athugið að hægt er að stilla í H3 hvenær áminning á að sendast út (ráðgjafi Advania gerir).

Skoða undirrituð skjöl

Með því að skrá sig inn á www.signet.is geta þeir sem undirrita rafræn skjöl fengið yfirlit yfir þau skjöl sem þeir hafa til undirritunar:


 Til að undirrita rafrænt skjal þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki á síma sínum;

notast er við persónulegan aðgang til undirritunar enda jafngildir þetta undirritun með kennitölu.