Tölvupóstsniðmát - Signet

Hafi Signet verið tengt við H3 hjá notanda, er hægt að senda skjöl til undirritunar beint úr H3 og þá eru póstarnir sendir út í nafni fyrirtækisins og hægt að aðlaga þá í Stjórnun > Skilaboð > Sniðmát. Velja þarf netfang sem nota skal til að senda frá og skrá það í bakenda H3 kerfis (ráðgjafi Advania gerir).

Hægt er að búa til ólík tölvupóstsniðmát í H3 eftir því um hvers konar skjal til undirritunar er að ræða, t.d. starfslýsingar, ráðningarsamningar, viðaukar, samningar um samgöngustyrk, trúnaðaryfirlýsingar o.s.frv.

Tölvupóstsniðmátin í H3 er að finna undir Stjórnun > Skilaboð > Sniðmát:

Signet tölvupóstsniðmátið í kerfinu fyrir ráðningarsamninga lítur svona út:

Ef búa á til nýtt tölvupóstsniðmát fyrir annars konar samninga en ráðningarsamninga, t.d. fyrir samninga um samgöngustyrk, þarf fyrst að búa til nýja færslu (með því að smella á hvíta blaðið (eða Insert á lyklaborðinu)) og fylla svo út reitina á sambærilegan hátt og hér segir:

  • Númer*: SignetSamn2 (ath. að númerið verður að vera einkvæmt)

  • Heiti: Samningur um samgöngustyrk

  • Flokkur*: TM_HRM (eins og á mynd)

  • Tegund viðhengis: Samgöngusamningar (eða önnur tegund viðhengis eins og við á)

  • Tegund tölvupósts: TM_SIGNET (eins og á mynd)

  • Fyrirsögn tölvupósts*: Samgöngusamningur bíður samþykktar (eða annar viðeigandi texti)

  • Texti tölvupósts (eða annar viðeigandi texti):

Góðan daginn, $[employee_name]
Samgöngusamningur $[employee_signetfilename] - $[employee_signettext], hefur verið sent til Signet.
Skjalið er hægt að opna og undirrita hér:
$[employee_signetsigndocumentlink]
Til þess að samþykkja skjalið með undirritun verður þú að vera með rafræn skilríki frá Auðkenni. Ekki þarf að vera með áskrift að Signet til þess að undirrita skjöl.
Bestu kveðjur,
Mannauðsdeildin

 

ATH: Breyturnar fyrir tölvupóstsniðmátin, sbr. breytuna Nafn / “$[employee_name]”, má finna undir T-hnappnum í ritlinum:

 

 

Auðvelt er að fylgjast með póstunum sem sendir hafa verið úr H3 vegna Signet (Stjórnun > Skilaboð), t.d. með því að sía á Tegund tölvupósts (“Tölvupóstur sendur frá Signet”):