H3 Teningar

H3 teningarnir eru öflug viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr flestöllum kerfiseiningum H3 á skjótan og öruggan máta.

H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að fá bestu mögulegu yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana.

Framsetning gagna

Teningarnir bjóða upp á mikla möguleika til að nálgast gögn, skoða upplýsingar frá mismunandi sjónarhornum og hafa eftirlit með kostnaði og réttindum.

Teningarnir veita svör við flóknum fyrirspurnum og gefa stjórnendum góða mynd af stöðunni á hverjum tíma.

Skoða nánar hvernig unnið er í teningum “Vinna í teningum”

Við bjóðum eftirfarandi H3 teninga:

Launateningur: Hægt að skoða raun launakostnað, launaþróun, veikindakostnað ofl niður á allskonar víddir og mælieiningar.

Laun án launþega: Virkar eins og launateningur að öllu leiti nema ekki hægt að skoða niður á launþega og starfsmenn.

Áætlunarteningur: Hægt er að skoða áætlun, gera samanburð á milli ára og mánaða og fylgjast með framgangi áætlunar á móti rauntölum. Einnig er hægt að draga gögnin niður á alls konar víddir og mælieiningar.

Jafnlaunavottunarteningur: Veitir upplýsingar um heildaruppsetningu jafnlaunakerfis eftir starfaflokkum og persónulegum viðmiðum. Veitir einnig upplýsingar um laun starfsmanna niður á valda launaliði til úttektar fyrir jafnlaunavottun. Hægt er að brjóta gögnin niður eftir ýmsum víddum.

Aðgangssteningur: Veitir upplýsingar um aðgang notenda að H3 lausninni eftir hlutverkum og aðgangsstýringum. Hægt er að brjóta gögnin niður eftir ýmsum víddum.    

Mannauðsteningur: Veitir upplýsingar um mannauðinn, s.s. um starfsmannafjölda og stöðugildi, fræðslutíma og kostnað, starfsaldur, lífaldur og kynjahlutfall. Hægt að brjóta gögnin niður eftir ýmsum víddum.    

Réttindateningur: Hægt er að skoða heildarskuldbindingu á pr réttindaútborganir niður á kostnaðartegundir og greina á mismunandi hátt. Einnig er hægt að brjóta niður eftir alls konar víddum og mælieiningum til að gera okkur kleift að greina hvort möguleg frávik séu eðlileg.

Ofangreindir teningar fylgja með þeim kerfiseiningum sem viðskiptavinir H3 eru með í notkun og eru einfaldir í uppsetningu og notkun.

Aðgangsstýringar

Til þess að fá gögn í H3 tening þarf að vera búið að tengja stýrikerfisauðkenni við viðkomandi notanda og skilgreina aðgang í H3. Einungis þeir notendur sem hafa aðgang að Kerfisumsjón geta veitt öðrum notendum aðgang. 

Aðgangsstýrt er niður á deildir og tímabil. Þá verður að hafa í huga:

·        Hverjir eiga að hafa aðgang?

·        Hvaða deildir mega þeir sjá?

·        Hvaða tímabil mega þeir sjá?

Þegar stjórnendur opna teningana á sínum vélum, sjá þeir aðeins sínar deildir eða öllu heldur þær deildir sem þeir hafa fengið aðgang að. Aðgangsstýringarnar tryggja verndun gagna.

Hægt er að óska eftir ráðgjöf og/eða uppsetningu á H3 teningum með því að hafa samband við ráðgjafa mannauðslausna í gegnum netfangið h3@advania.is