Vinna í teningum

  • Teningarnir eru aðgangstýrðir í H3/Annað /Notendur 
  • Ef við erum með línurit eða kökurit ættum við að taka gridlines út, gert í View.
  • Þegar þú ert að læra á teningana skaltu skoða vel pivot table options og pivot table tools.   Skoða options og design.
  • Mjög þægilegt getur verið að nota „Slicers“ til að sía út t.d. deildir, mánuði......... oftast í Options – Insert slicers.  Slicerar taka talsvert pláss og því þarf að raða þeim vel upp.


Breyta uppsetningu víddarlista (Field list)

Þegar taflan er valin (nóg að vera staðsettur í einum reit töflunar) ætti að birtast víddalisti fyrir Pivot töfluna (PivotTable Field list) hægra megin á skjánum. - Ef ekki er hægt að fara í PivotTable Tools og smella á Field List þar þá kemur listinn



Smellt er á merkið sem lítur út eins og þrjár nafnavíddir í hóp (getur líka verið tannhjól). - Þá birtist listi með 5 uppsetningum fyrir víddarlistann.

Samtölur

Fjölda samtöludálka er hægt að stýra í PivotTable Tools>Design / Subtotals / Grand Totals.



Skoðið áhrif á útlit töflunnar með því að breyta þessu


Slicer-ar

Farið í Options og Insert Slicer - Þá opnast listi sem sýnir allar þær víddir sem hægt er setja upp í takkaborðið, hakaðu við það sem þú vilt nota


  • Raðaðu þessu vel upp efst í skjalinu fyrir ofan pivot töfluna
  • Þegar sýnin er orðin eins og þú vilt eru allir gluggarnir valdir með því að smella á fyrsta gluggann og halda inn Ctrl takkanum og velja svo hina - Allt group-að saman með því að hægri smella svo á völdu gluggana og velja úr listanum Group>Group


  • Rammi kemur utanum alla slicer-ana


Til þess að þeir færist ekki til þarf að hægri smella á rammann og velja Size and Properties og velja þar Properties og síðan Don´t move or size with cells. 

Setja inn mismun milli tveggja mælieininga

Til að geta séð mismun milli tveggja mælieininga er sama mælieiningin sett tvisvar niður. Farið í valmyndina á öðrum og valið Value Field Settings… þar inni er síðan breytt nafni og sett sú reikniformúla á sem mismunurinn á að sýna.  

            

Setja inn liti til að sýna mismun milli tveggja tölulegra gilda

Til að fá liti í teninginn sem ýta undir sýnileika talnanna sem í honum eru, verður að vera í þeim dálk sem lita á.

Vera í Home og fara í Conditional Formatting og þar efst er valið Highlight Cells Rules og svo er viðeigandi regla valin. Fjórar efstu reglurnar eru notaðar hér.

Upphæðin sem á að vera í viðmið er sett í auða reitinn (auðu reitina) og síðan er viðeigandi litur valinn úr felliglugganum hægra megin. 
Þá litast gildið sem valið er og lítill kassi hægra megin við það verður sýnilegur. Smellt er á þennan kassa og hakað í „All cells showing „nafnið á dálkinum“ values“.



Að setja upp reiknaðan dálk

Ert inní töflunni og ferð í Analyze í PivotTable Tools og þar undir er OLAP Tools velja MDX Calculated Measure…  

Þá opnast þessi gluggi og þú myndir búa til lýsandi nafn (hér meðaltal) og svo hægt að búa til möppu en ekki þarft. 
Svo velurðu þau gildi sem henta… hér er ég búin að setja inn Heildarlaun með ltg – RT (smellt á gildið og ýtt á insert) og svo þarf að handslá inn / (deilt með) og svo er valið Launþegar. Þegar þetta er komið er komin inn formúla í MDX gluggann og þá er ýtt á OK, þá stofnast nýtt gildi undir 
Values í PivotTable Fields.

Ef þú vistar svo þá verður þessi mælieining alltaf í þessum tening. Þetta er gagnvirk mælieining líkt og hinar sem eru í listanum. 


Víddir sem ekki tengjast raungögnum

Flestar víddir í H3Áætlun teningnum tengjast bæði áætlunargögnum og raungögnum. Á því eru þó tvær undantekningar. Víddirnar Áætlanir og Vinnustöður tengjast einungis áætlunargögnum, og þarf notandi að vera upplýstur um það.

Það sem getur gerst er að notandi er að skoða tvo magntöluflokka, td. Heildarlaun með ltg, bæði áætlun og raun. Ef hann svo reynir að nota aðra hvora víddina sem nefnd var hér að ofan til að greina gögnin nánar, þá kemur upp sú staða að raungögnin eru algjörlega ómarktæk. Ef niðurbrotið er niður á margar línur/dálka, gerist það að heildarsumma raungagnanna birtist í öllum magntölureitum, semsagt sama talan kemur fyrir aftur og aftur. Þetta ætti að vekja athygli notanda, í flestum tilvikum, á því að ekki sé allt með felldu. Vandinn er þó mun meiri ef niðurbrotið er einungis á eina röð/dálk. Þá er ekkert sem bendir til þess að eitthvað sé ekki eins og á að vera. Því er mjög mikilvægt að notendur séu upplýstir um þessi atriði.

Síur þegar unnið er með bæði áætlunar og raun gögn

Ef nota á þær víddir sem ekki tengjast raungögnum, til að sía gögn, síast einungis áætlanagögnin. Sú staða getur því komið upp að verið sé að skoða áætlun, sem er fyrir eitt ár, en raungögnin eru ekkert síuð og geta því náð yfir mörg ár. Ekkert, nema sá mikli munur sem verður á tölunum, sýnir að raungögnin séu ekki yfir sama tímabil og áætlunin.  Það þarf því líka að sía gögnin eftir dagsetningum sem endurspegla áætlunina.