Teningar settir upp og unnið með Pivot töflur

Efnisyfirlit

Uppsetning teninga

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til þess að tengjast teningum.

Útbúa tengingu

Opnið nýtt Excel skjal og vistið það. Farið síðan í...

  1. Data flipa.
  2. From Other Sources.
  3. From Analysis Services.
  4. Slá inn heiti á SQL þjóni þar sem Analysis Service liggur.
  5. Ef fyrir eru aðrar uppsettar skýrslur á teningi er hægt að finna heitið á SQL þjóninum með því að opna einhverja þeirra og fara í Data-Properties-Definition og nota það sem er fyrir aftan Data source.
  6. Sjálfkrafa er hakað við „Windows Authentication“ og þannig á það að vera.
  7. Smella á Next.
  8. Velja fyrirtækið sem á að skoða.
  9. Smellið á Next.
  10. Samþykkja að yfirskrifa eldri tengiskrá. Þessi gluggi kemur aðeins upp þegar til er tengiskrá með sama nafni.
  11. Ákveða staðsetningu á PivotTöflu í excel skjali. Oftast er valin staðsetningin efst á síðu til vinstri en getur annars verið hvaða staðsetning sem notandi vill.
  12. Þá er Pivot taflan tilbúin.

Tengja skýrslur við tening


Athugið að tenging þarf að vera til staðar. Ef svo er ekki, þá þarf fyrst að fylgja eftir leiðbeiningum hér á undan en í stað þess að vista nýtt skjal þá er tengingin gerð í nýjum flipa í skýrslunni.

Til þess að tengja skýrslurnar sem fylgdu með í póstinum við gagnagrunn viðskiptavina þarf að gera eftirfarandi:

Smella á Pivot töfluna og svo...

  1. Fara í Analyse flipann.
  2. Smella á Change Data Source.
  3. Smella á Choose Connection.
  4. Veljum rétta tengingu og smella á Open.
  5. Hér sést að nýja tengingin hefur verið valin. Staðfesta með því að smella á OK og þá á þetta að vera komið.

Tools í Pivot

Með því að fara í tannhjólið á Pivot töflunni þá er hægt að velja uppsetninguna á Pivot umhverfinu. Þarna er hægt að velja að hafa reitina hægra megin þannig að listinn með mælieiningum og dálkum sé lengri og yfirsýn sé betri.

Til þess að fella saman gildin og fá betri yfirsýn er smellt á Collapse all.

Útbúa eigin mælieiningar

Farið í PivotTable-Tools-Analyse-Olap Tools-MDX calculated Measure.