Mannauðsteningur
Ath. byrja þarf á að setja upp teninginn samkvæmt leiðbeiningum.
Nú er búið að bæta við gögnum úr fræðslukerfinu og starfsmannaveltuútreikningum í mannauðsteninginn. Farið verður yfir helstu mælieiningar og víddir í teningnum hér á eftir.
Til þess að hafa aðgang að mannauðstening þarf notandinn að vera með einingu 3008 Mannauðsteningur.
Mælieiningar í mannauðsteningi:
Á myndinni hér til hliðar má sjá hvaða mælieiningar eru í boði. Mælieiningarnar er það sem fer í values í pivot töflunni.
- Fjöldi FTE: Hérna er hægt að sjá stöðugildi, þannig að þeir sem eru að fá full laun teljast sem 1 FTE - Full time equivalent. Ef þrír starfsmenn eru í 50% starfi þá er það 1,5 FTE.
- Fjöldi launamanna: Telur einstaklinga óháð stöðugildi hjá fyrirtækinu þannig að hver launamaður er talinn einu sinni (einkvæm talning á launþegum).
- Fjöldi launamanna með stöðugildi: Einkvæm talning launamanna hafi hann stöðugildi í mánuðinum (hafi fengið reiknuð laun í mánuðinum óháð %).
- Fjöldi starfsmanna: Telur fjölda starfsmanna í kerfinu óháð starfshlutfalli % þannig að ef starfsmaður er í tveimur störfum þá er hann talinn tvisvar.
- Fjöldi starfsmanna í lok tímabils: Telur starfsmannafjölda í lok tímabils sem er valið. Ef árið er valið sem tímabil þá tekur teningurinn fjöldann í desember. Ef verið er að skoða ársfjórðung þá tekur teningurinn fjöldann í síðasta mánuði í fjórðungsins.
Fræðsla
- Atburður gildir frá: Notast við dagsetningu atburðar fyrsti dagur námskeiðs.
- Atburður gildir til: Dagsetningin sem segir hvenær efni atburðar rennur út.
- Fjöldi atburða: Telur fjölda atburða á tímabili.
- Fjöldi atburða tímavídd: Telur fjölda atburða á ákveðnu tímabili. Hver atburður er talinn einu sinni.
- Fjöldi þátttakenda: Telur fjölda innri og ytri þátttakenda.
- Fræðslueiningar: Leggur saman einingar sem skráðar er í fræðslu.
- Fræðslukostnaður: Sýnir fræðslukostnað niður á þátttakenda í atburðum. Teningurinn tekur kostnað aðfanga sem og ef sett er inn gildi í "Kostnaður per þátttakenda" í atburði þá er sú tala margfölduð fyrir hvern þátttakanda.
- Fræðslutímar: Leggur saman tíma sem skráðir eru á þátttakanda í fræðslu.
- Talning á staða þátttöku: Telur þátttakendur miðað við þátttökustöðu.
- Talning efnis: Telur fjölda efnis einkvæmt. Hér er hægt að sjá hvað verið er að halda margar tegundir námskeiða.
- Tímasetning tímar: Reiknar tímalengd atburðar út frá „Tímasetning atburða“. Þannig að ef atburður er frá 8:00-16:00 þá eru atburðurinn 8 klst.
Meðaltöl - mikilvægt er að notast við tímavídd við að reikna meðaltal á tíma. Við erum ekki að reikna meðaltal á aðrar víddir.
- Meðalfjöldi FTE stöðugildi: Reiknar meðalfjölda FTE stöðugilda á völdu tímabili.
- Meðalfjöldi launamanna: Reiknar meðalfjölda launamanna á völdu tímabili.
- Meðalfjöldi launamanna með stöðugildi: Reiknar meðalfjölda launamanna á völdu tímabili.
- Meðalfjöldi starfsmanna: Reiknar meðalfjölda starfsmanna.
- Meðallífaldur launamanna (ár): Reiknar meðallífaldur starfsmanna.
- Meðalstarfsaldur (ár): Reiknar meðalstarfsaldur í árum.
Starfsaldur
- Samanlagður starfsaldur (ár): Skilar árum og virkar þannig að það leggur saman starfsaldur í viðbótarstarfsaldri og síðan útborganir sem hafa verið greiddar (sýnir 3 ár og 6 mánuði sem 3,5 ár).
- Samanlagður starfsaldur (mán.): Sama og hér fyrir ofan nema að niðurstaðan er gefin í fjölda mánaða.
Reiknaður - Viðbótar
- Samanlagður starfsaldur reiknaður (mán.): Hérna sést starfsaldur sem er reiknaður út frá launum.
- Samanlagður starfsaldur viðbótar (mán.): Hérna er hægt að sjá starfsaldur sem er tekinn út úr Viðbótarstarfsaldur til starfsaldurs
Starfsmannavelta
- Ástæða ekki skráð: Telur starfsmenn sem hafa hætt störfum á völdu tímabili en eru ekki með neina ástæðu fyrir starfslokunum skráða.
- Meðalfjöldi í starfi: Meðalfjöldi starfsmanna sem merktir eru "Í starfi" á völdu tímabili (ath. meðaltal er aðeins reiknað á tíma, ekki á deildir eða aðrar víddir).
- Meðalfjöldi starfsmanna í starfi - fastráðning: Meðalfjöldi starfsmanna sem merktir eru "Í starfi" og "Fastráðinn" á völdu tímabili (ath. meðaltal er aðeins reiknað á tíma, ekki á deildir eða aðrar víddir).
- Raunvelta fastráðning: Reiknar starfsmannaveltu fastráðinna (hættir fastráðnir starfsmenn deilt með meðalfjölda fastráðinna starfsmanna) á völdu tímabili en tekur aðeins þá hættu starfsmenn með í reikninginn sem hafa verið skráðir með ástæðuna "Sagði upp".
- Starfsmannavelta %: Reiknar heildarstarfsmannaveltu (allir hættir starfsmenn deilt með meðalfjölda starfsmanna) á völdu tímabili.
- Starfsmenn byrja í starfi: Telur starfsmenn sem komu til starfa í völdum mánuði.
- Starfsmenn fara í leyfi: Telur starfsmenn sem fóru í leyfi í völdum mánuði.
- Starfsmenn hættir: Telur starfsmenn sem merktir eru "Hættur" í völdum mánuði.
- Starfsmenn í leyfi: Telur starfsmenn sem merktir eru "Í leyfi" í völdum mánuði.
- Starfsmenn í starfi: Telur starfsmenn sem merktir eru "Í starfi" í völdum mánuði.
- Starfsmenn sem hætta: Telur starfsmenn sem hættu í völdum mánuði.
- Starfsmenn sem sögðu upp: Telur starfsmenn sem hafa hætt störfum á völdu tímabili og eru með ástæðuna "Sagði upp" skráða.
Fastur meðalfjöldi
- Fastur meðalfjöldi í starfi: Eingöngu notað til að reikna út starfsmannaveltu eftir ástæðu, t.d. ástæðunni "Sagði upp" (þar sem sían fyrir ástæðu starfsloka truflar mælieininguna "Meðalfjöldi í starfi").
- Starfsmannavelta fastur meðalfjöldi: Eingöngu notað til að reikna út starfsmannaveltu eftir ástæðu, t.d. ástæðunni "Sagði upp" (þar sem sían fyrir ástæðu starfsloka truflar venjulega starfsmannaveltuútreikninga).
Teningur síðast uppfærður
- Teningur síðast uppfærður: Sýnir hvenær teningur var síðast uppfærður
Víddir í mannauðsteningi: Hér verður farið yfir þær víddir sem eru í mannauðsteningnum. En víddirnar eru þeir eiginleikar sem við getum sett í pivot í Filters, Rows og Columns.
- Aðföng: Þetta eru eiginleikar aðfanga í fræðsluteningi. Dæmi: Kennslustofa, veitingar og svo framvegis.
- Aldursgreining: Hér er hægt að sjá hvar starfsmenn eru staðsettir á lífaldurs- og starfsaldursbilum og hver aldur starfsmanna er. Þessi vídd virkar vel á móti mælieiningunni "Fjöldi starfsmanna í lok tímabils". Þá er auðveldlega hægt að telja hve margir eru í hverjum aldurshópi.
- Atburður: Hér er hægt að skoða eiginleika atburðar.
- Ástæður starfsloka: Sýnir hvaða ástæður hafa verið notaðar og á hverja.
- Deildir: Deildir fyrirtækis.
- Efni: Hægt að sjá eiginleika efnis.
- Fræðsla: Eiginleikar fræðslu og námskeiða.
- Fyrirtæki: Upplýsingar um fyrirtækið sem gögnin eru í.
- Haldið af: Upplýsingar um aðila sem halda atburði.
- Kennari: Kennari atburðar.
- Launamenn: Hérna er hægt að skoða eiginleika launamanns. Búið er að bæta við "stuttu nafni" inn í teninginn.
- Mánuður: Tímabil, það er mánuður og ár.
- Menntastig: Hérna er hægt að skoða æðstu menntun þ.e. fag, menntastig og staðlað menntastig.
- Ráðningahlutfall: Sýnir ráðningahlutfall starfsmanna.
- Skírteini: Hér er hægt að skoða flestar upplýsingar tengdar skírteinum.
- Staða: Staða starfsmanns, það er "virkur/óvirkur".
- Staða starfs: Sýnir stöðu starfs.
- Starfsheiti: Hérna er hægt að sjá upplýsingar um starfsheiti.
- Starfsmenn og núverandi gildi: Eiginleikar starfsmanns eins og þeir eru í kerfinu þegar teningur er uppfærður.
- Starfstéttir: Hægt að skoða eiginleika starfsstétta.
- Stjórnskipulag: Gefur þrepaskiptingu deildar og sviðs.
- Svið: Hægt að skoða svið og breytur því tengdu.
- Tegund ráðninga: Upplýsingar um tegundir ráðninga.
- Tímasetningar atburða: Sýnir hvenær atburðir eru haldnir.
- Þátttakendur: Hægt er að skoða ýmsa eiginleika þátttakenda svo sem síma, heimilisfang, nafn, netfang og fleira. Í "Þátttakandi tegund þátttöku" er hægt að greina mun á milli innri og ytri þátttakanda.
- Þekking: Hérna er hægt að skoða það sem tengist þekkingu, gildistíma og kvarða.