Starfsmannavelta

Starfsmannavelta er einn af lykilmælikvörðum sem notaðir eru til að vakta gengi mannauðsferla sem og væntan kostnað vegna mönnunar og þjálfunar hjá fyrirtækjum.

Í H3 er starfsmannavelta sýnileg í mannauðsteningi; hún er sýnileg þrátt fyrir að vera ekki með H3 Mannauð.

Hér er hægt að hlaða niður skýrslu til að sjá starfsmannaveltu í mannauðsteningi.

Í skýrslunni eru:

  • Talningar á starfsmönnum sem byrja, hætta og fara í leyfi á tímabili.

  • Meðalfjöldi starfsmanna í starfi á tímabili

  • Starfsmannavelta í %

Í skýrslunni er m.a. notast við eftirfarandi mælikvarða á starfsmannaveltu:

Starfsmannavelta = (fjöldi hættra starfsmanna / meðalfjöldi starfsmanna) á tímabili

 

Hægt er að setja upp aðra mælikvarða starfsmannaveltu í mannauðsteningnum.

Sterklega er mælt með því að virkja tímavídd áður en upplýsingar um starfsmannaveltu eru teknar út úr teningnum.  

Leiðbeiningar má finna hér