Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 3 Next »

Orlofs- og þrepahækkanir eru staðsettar undir Laun - Laun - Hækkanir - Hækkanir.

Þeir sem eru búnir að virkja tímavídd, þá stofnast nú tímarvíddarfærsla fyrir viðeigandi hækkun í tímarvíddartöflu starfsmanns og miðast hækkunin ávallt við færsludag útborgunnar (-1 mánuð fyrir eftirágreidda).

En áður en hægt er að framkvæma hækkanir þarf að fara í gegnum uppsetninguna:

image-20240822-140923.png

Áður en aðgerðin er keyrð er hægt að skoða þá starfsmenn sem fá hækkun með því að smella á hlekkinn Skoða fyir hverja hækkun fyrir sig.

Ef ekki á að hækka alla sem uppfylla skilyrði til hækkunar, þá er boðið upp á að hakað við þá starfsmenn sem eiga að hækka, þegar ýtt er á framkvæma mun hækkun einungis eiga sér stað fyrir þá starfsmenn sem hafa hak fyrir framan nafnið sitt. Ef ekki er hakað við neinn starfsmann og ýtt er á framkvæma þá mun hækkun vera keyrð fyrir alla starfsmenn sem uppfylla skilyrðin.

image-20240822-142042.png

Laun – Laun – Hækkanir – Launaflokkahækkanir

Hér er skilgreint miða við hvaða launaútborgun á að miða við. Eftirágreiddir starfsmenn fá nýja tímavíddarlínu, dagsetta út frá færsludagsetningu valinnar útborgunar -1 mánuð. Fyrirframgreiddir starfsmenn fá nýja tímavíddarlínu sem kallast á við færsludagsetningu valinnar útborgunar.

Með hnappnum skoða kemur yfirlit yfir þá starfsmenn sem uppfylla skilyrði til launaflokkahækkunar, í hvaða flokki þeir eru í dag og í hvaða flokk hækkunin mun færa þá í.

Svo hækkunin sé réttmætt þá er mikilvægt að röðun launaflokka sé rétt skilgreint og ekki sé um tvöföldun að ræða, hægt er að sannreyna gögnin með því að smella á „Sannreyna gögn“ áður en hækkunin er framkvæmd.

Eftir að launaflokkahækkun er framkvæmd birtist athugasemdaglugginn neðst með upplýsingum um hvaða starfsmenn fengu launaflokka hækkun, úr og í hvaða flokka hækkunin framkvæmdi.

Einnig ef starfsmaður á tímavíddarlínu sem gildir síðar en hækkunardagsetningin segir til um, þá kemur það fram í athugasemdum og launaflokkahækkunin keyrir ekki á þann starfsmann og þarf því að gera viðeigandi ráðstafanir handvirkt.

  • No labels