Orlofshækkanir

Aðgerðin Laun - Hækkanir fyrir orlofs - og þrepahækkanir í tímavídd.

Þeir sem eru búnir að virkja tímavídd þá stofnast nú tímarvíddarfærsla fyrir viðeigandi hækkun í tímarvíddartöflu starfsmanns og miðast hækkunin ávallt við færsludag útborgunnar (-1 mánuð fyrir eftirágreidda).
Séu starfsmenn með framtíðartímavíddarlínur hækka þeir ekki sjálfkrafa og gera þarf viðeigandi ráðstafanir í tímavíddarlínu starfsmanns.

Passa skal ef það er verið að vinna með tvær útborganir í einu að rétt útborgun sé valin þegar verið er að keyra hækkunina.

Orlofshækkanir eru settar upp í hverja launatöflu fyrir sig. Þar er skilgreind orlofshækkun eftir prósentum miðað við starfsaldur og/eða lífaldur. 

Valið er hvort Hækkun miðist við Orlofsárið eða Rauntíma

Ef valið er Rauntíma þá á það við bæði Orlofs% DV og Orlofs% ÖN.

Formúla fyrir Rauntíma

Summa eining fyrir launaliði með launategund 82 (starfsaldur) og af týpu R (handskráð) eða C afleiddar færslur (starfsaldur sem reiknast af t.d. mánaðarlaunum)}
+ {Viðbótar starfsaldur sem telst til orlofs eða starfsaldur}

Ef valið er Orlofsárið þá hækkar Orlofs% DV viðkomandi starfsmanns mánuði eftir að viðkomandi hefur náð starfs- eða lífaldri en hækkar Orlofs% ÖN miða við 1.5. 


Formúla fyrir Orlofsárið:

      12
  - ({Mánuður færsludagsetningar} + {0 ef launamaður er fyrir fram greiddur annars -1})
  + {Summa eining fyrir launaliði með launategund 82 (starfsaldur) og af týpu R (handskráð) eða C afleiddar færslur (starfsaldur sem reiknast af t.d. mánaðarlaunum)}
  + {Viðbótar starfsaldur sem telst til orlofs eða starfsaldur}
  - {12 ef útborgunar mánuður færsludagsetningar er seinna en apríl ef launamaður er fyrir fram greiddur eða maí}


Ef þú ert með reiknihópinn RORLOF2 á launagreiðanda skilgreinir þú líka orlofstímafjöldann sem á að safnast upp miðað við 100% starf.

Í dæminu hér að neðan byrjar starfsmaðurinn með 10,17% og orlofstímafjöldann 14,76. Hækkar síðan í 11,59% þegar hann verður 30 ára og er þá með orlofstímafjöldann 16,6 og í 13,04% þegar hann er 38 ára og orlofstímafjöldinn fer þá í 18,46

Athugið að þessar tölur eiga einungis við í launatöflum með vinnuskyldu 160.

Þegar búið er að setja þetta upp þarf að haka við "nota orlofshækkun" til að virkja (sjá efri hluta skjámyndarinnar).


Þegar ný útborgun er stofnuð kemur upp ferill sem minnir á hækkunina og gefur kost á að skoða hverjir munu hækka ef aðgerðin er keyrð.


Hægt er að skrá orlofsrétt starfsmanns undir Grunnlaun í Starfsmenn.

Skilgreina þarf forsendur í Launatöflur - Orlofsflokkahækkanir fjöldi orlofsdaga þá sækir kerfið orlofsprósentu í DV og ÖN, hægt er þó að yfirskrifa upplýsingar í þessum reitum.

Formúlan sem er notuð er skv sa.is - innvinnsla orlofslauna

Dæmi: 24/260-24=10,1695 > 10,17%




Leiðbeiningar fyrir Hækkanir