Hlutföll

Hlutföllinn eru mikilvægur hluti launatöflunnar, þau eru skilgreind eftir ákvæðum kjarasamninga.  Setjum inn launaliði sem reikna á sem hlutfall af upphæðum í "Flokkar / Þrep", s.s. mánaðarlaun, yfirvinna, vaktaálag o.fl. 

Möguleiki er að skrá ákveðið lágmark í launaflokk og þrep og hefur það hærri forgang en það sem skráð er í stofnupplýsingar launamanns.



  • Dagvinnuhlutfall er reiknað svona:100/160(vinnuskylda í 100% starfi.)
  • % Hlutfall á álagi er reiknað svona 0,625 (Dagvinnuhlutfall í hverri töflu fyrir sig)* 33%(prósenta álagsins)
  • Þá er 33% álag hlutfallið 0,2062 í launatöflu eins og þessari þar sem vinnuskyldan er 160