Flokkar og þrep

Hér eru upplýsingar um nýja launatöflu skráðar og framkvæmdar hækkanir (breytingar) á eldri töflum.  Launatafla hvers kjarasamnings hefur ákveðið númer og hægt er að hafa margar launatöflur með mismunandi gildistíma.


Til að fá leiðbeiningar um innlestur á launatöflum smelltu hér.

Athugið !

Það er hægt að smella á myndirnar til að stækka þær (smile)


Hver launatafla er sett upp sem launaflokkur og þrep.  Þrepin geta verið mismörg og launaflokkarnir breytilegir.  Launatafla 0 hefur sérstaka þýðingu.  Þar er skráð það sem á við alla starfsmenn.  Sem dæmi má nefna fastar upphæðir svo sem fæði, starfsmannafélag, dagpeninga og kílómetragjald. 

Þegar kerfið reiknar launin leitar það í launatöflu viðkomandi starfsmanns og ef launaliður finnst ekki er athugað hvort launaliðurinn finnist í launatöflu 0, ef svo er, þá er hann notaður.  Ef launaliður finnst ekki í launatöflu er litið svo á að skrá eigi inn upphæð á hvern starfsmann fyrir sig.


Dálkurinn röðun er gerður til að hægt sé að raða launaflokkunum eftir tölulegu gildi þeirra, séu þeir ekki allir með sama tölustafa fjölda. Dæmi um röðun eftir tölulegu gildi sem næst með röðun dálknum: 1-2-3-10-21-100-200

Án dálksins röðun raðast töluleg  gildi launaflokka í launatöflum eftir fyrsta tölustaf í stað raunverulegs tölulegs gildis. Dæmi: 1-10-100-2-21-200-3

Ef hver launamaður hefur sinn eigin launaflokk og dagvinnu- og yfirvinnutímakaup reiknast ekki hlutfallslega af mánaðarlaunum hjá öllum er búin til óregluleg launatafla.   

Þar eru mánaðarlaun venjulega skráð í þrep 1., dagvinna í þrep 2., yfirvinna Í þrep 3. o.s.frv.  Því er svo stýrt í hlutföllum hvaða þrep náð er í.



Hér höfum við blandað saman aðferðum, mánaðarlaun og dagvinna er í þrepum

Yfirvinnan er hins vegar í hlutföllum, ef hún er 80% álag á dagvinnu er %Hlutfall haft 180 en vísað í þrep 2 en að lágmarki í launaflokk 20



Þegar % breytingar verða á launum er einfalt að hækka launatöflu eða lækka.

Farið er í  "Aðgerðir" hægra megin neðst í verkferlinum og valið "Breyta launatöflu", þá birtist leiðbeiningaferill þar sem farið er í breytinguna skref fyrir skref.

  • Setja á inn nýjan gildisdag launatöflu í "Dagsetning" 
  • Prósentu hækkunar í "Breyting" (ekki setja % merkið, einungis töluna).
  • Ekki setja hak í aukastafir nema það eigi að reiknast aurar í hækkuninni, það er yfirleitt ekki notað.
  • Lágmark og Hámark er notað þegar hækka á um upphæð en ekki prósentu.
  • Smella svo á Framkvæma og launataflan hækkar.


Ef breytingin er þannig að ekki er hægt að hækka alla flokka jafnt er tafla lesin inn, sjá leiðbeiningar hér.


Hægt er að skoða hvaða starfsmenn eru tengdir hvaða launaþrepi í skilgreindri launatöflu.

Farið er inn í þá launatöflu sem er verið að vinna með hægri smellt á það þrep sem á að skoða tengda starfsmenn.

Upplýsingar um þá starfsmenn koma svo í hliðarvali hægra megin.


Athugið: passa verður að vera með gildistíma launtöflu valið og hægri smella svo í þrep.