Launatöflu hækkanir
Ferli: Stofn - Launatöflur - Aðgerðir - Breyta launatöflu
Þegar hækka á launatöflur um ákveðna prósentu eða krónutölu er aðgerðin Breyta launatöflu keyrð.
Farið er inn á viðkomandi launatöflu sem á að hækka. Aðgerðaglugginn hægra megin lýtur þá svona út:
Smellt er á Breyta launatöflu.
Við það opnast þessi aðgerðagluggi
Setja þarf nýju gildisdagsetningu launatöflunar.
Prósentuhækkun
Ef um prósentuhækkun er að ræða er sú prósenta sett í reitinn Breyting.
Krónutöluhækkun
Ef um krónutöluhækkun er að ræða er upphæðin sett í báða reitina Lágmark og Hámark.
Auk þess þarf að setja töluna 0 í reitinn Breyting.
Ef um er að ræða prósentuhækkun og hámarks upphæð þá er sett prósentan í reitinn Breyting og upphæðin er skráð í reitinn Hámark
Prósentuhækkun og krónutöluhækkun
Prósentan sett í reitinn Breyting og krónutalan sett í reitinn Hámark eða Lámark.
Dæmi: laun hækka um 6,75% en að hámarki um 66.000 þá er talan 66.000 sett inn í Hámarks reitinn
Að því loknu er smellt á Framkvæma og hækkun launatöflunar er keyrð inn á nýjan gildistíma.