Launaflokkahækkanir

Ferli: Laun - Launatöflur


Launaflokkahækkanir eru settar upp fyrir hverja launatöflu fyrir sig. Þar er skilgreind launaflokkahækkun miðað við starfsaldur (starfsaldur fyrirtækis = reiknaðan starfsaldur).
Tekið er tillit til viðbótarstarfsaldurs ef hakað er í að hann teljist til starfsaldurs.
Ef þú hakar við "Nota launaflokkahækkun" þá er tekið tillit til þeirra launatafla í aðgerðinni „Launaflokkahækkanir“

Athugið að launaflokkahækkanir þarf að keyra í hverjum mánuði til að nýta þær til fullnustu.

Þær hækka starfsmenn um launaflokk eingöngu og nákvæmlega þegar starfsmaður hefur náð tilskyldum starfsaldri í árum. Um leið og starfsaldur er orðinn 1 mánuði meiri en segir til í skilyrðum launaflokkahækkunar, hækkar launaflokkurinn ekki.

 


Dæmi:
Eftir 5 ára starf sem „starfsheiti“ fer viðkomandi upp um tvo launaflokka
Eftir 10 ára starf sem „starfsheiti“ fer viðkomandi upp um tvo launaflokka til viðbótar
Eftir 15 ára starf sem „starfsheiti“ fer viðkomandi upp um tvo launaflokka til viðbótar
Eftir 20 ára starf sem „starfsheiti“ fer viðkomandi upp um einn launaflokk til viðbótar