Innlestur í launatöflu (lesa inn CSV skrá)

Ferli: Stofn - Launatöflur - Aðgerðir - Lesa inn launatöflu úr CSV skrá

Þegar þrep í launatöflum hækka ekki öll um sömu prósentu eða sömu krónutölu er ekki hægt að ná fullnægjandi árangri með aðgerðinni "Breyta launatöflu"
Hægt að taka bæði flokka og þrep út í Excel í launatöflum. Ekki þarf lengur að sækja þær upplýsingar undir Fyrirspurnir. Það auðveldar vinnu með hækkanir á óreglulegum launatöflum.



Stéttarfélögin gefa flest út launatöflur í excel eða á CSV formi.

Við vinnum með CSV formið í H3 og þurfum því að breyta skránni ef hún kemur sem excelskrá, við lesum inn eina töflu í einu.  Ef töflunúmer er ekki til þarf að byrja á að stofna það.


Ferlið.

1.  Afrita launatöflu

Ef margar launatöflur eru í sama skjalinu þarf að afrita þær og setja í ný skjöl hverja fyrir sig.

2. Innlestrarskjal þarf að innihalda línu efst sem segir til um þrepanúmerin sem nota á í launatöflunni.

3. Taka út þúsundpunkta

Ef sniðið á upphæðinni er þannig að .(punkturinn) sé gildi þarf að fjarlægja hann, þegar við veljum alla dálka og línur sem innihalda upphæð kemur gulur þríhyrningur sem við smellum á og veljum "Convert to number"

Ath að fara í format cells og passa að það sé ekki hakað í "Nota þúsundpunkta"

 

4. Að breyta exelformi yfir í CSV

Í excelskjalinu er farið í Save As og valið CSV(Comma delimited)

Um innlesturinn

  • Alltaf er lesin inn heildarskrá.

  • Við lesum inn í síðuna Flokkar/Þrep aðrar síður eru afritaðar úr fyrri gildistíma ef hann er til.

  • Ef villa leynist í skránni er öllum innlestrinum hafnað og villuboð eru birt.

Skráarlýsingin

Nr.

Lýsing

Skilyrt

TegundLengdForm

Dæmi

1

Númer launaflokks

X

CHAR

20


01

2

Upphæð í þrepi 1


CFLOAT

10


269455

3

Upphæð í þrepi 2


CFLOAT

10


275922

4

Upphæð í þrepi 3


CFLOAT

10


282389
5Upphæð í þrepi 4
CFLOAT

10


288856


Þrepin geta verið eins mörg og þarf, taflan stækkar eftir fjölda.  

Innlestrarskjal fyrir launatöflur þarf að innihalda línu efst sem segir til um þrepanúmerin sem nota á í launatöflunni.

Þessi nýja lína skal byrja á orðinu "Haus" og þar á eftir koma þær tölur sem þrepin verða númeruð eftir með semikommu á milli:

Haus;0;1;2;3;4;5;6;7;8

og á eftir fylgja flokkar og upphæðir þrepanna:

01;311478;319264;327052;334839;342625;350413

Dæmi um innlestrarskjal (dæmi sýnir skjal sem búið er að vista sem csv):

Þegar búið er að lesa inn töflu þarf að huga að því hvort hlutföll eða fastar krónutölur eigi að breytast samkvæmt samningum.