Innlestur tekinn til baka
Til að taka innlestur til baka er þessi leið farin:
Laun - Innlestur - Skráningar. Þá opnast innlestrar-aðgerðaglugginn. Þá er smellt á Áður innlesnar skrár:
Þá birtist listi yfir allan innlestur sem hefur verið keyrður, t.d. launafærslur, gjöld og núllstillingar. Gott getur verið að sía niður á þá dagsetningu sem innlestur var framkvæmdur ef listinn er stór.
Finnum þann innlestur sem á að taka til baka, opnum aðgerðagluggann hægra megin og veljum Eyða innlesnum færslum.
Tryggja þarf að rétt númer innlesturs sé valið, því ekki að hægt að taka eyðingu innlestrar til baka eftir að hún er keyrð.