Launafærslur
Stofna útborgun
Keyra inn orlofs- og þrepahækkanir ef það á við
Staðfesta fasta liði
Til að lesa inn er farið í Laun / Innlestur / Skráningar
Skráin sem lesa á inn verður að vera skv. neðangreindri skráarlýsingu og innlestrargögn að vera í semikommuskiptum lista.
Í hvert sinn sem ný skrá er lesin inn verður til ný innlestrarfærsla með einkvæmu númeri.
Alltaf er lesin inn heildarskrá. Þ.e. ef villa leynist í skránni er öllum innlestrinum hafnað og villuboð eru birt.
Sé skrá hafnað kemur villulýsing og hægt er að laga skrána eða fá nýja skrá senda úr þeim forritum sem skrifa færslurnar.
Frá og með júlí útgáfu (9238), er hægt að sjá þau launaskjöl sem hafa verið lesin inn í útborguninni.
Notandi þarf að hafa aðgang að tegund viðhengis. Notendur með hlutverk Laun-F, Laun-L, Laun-D og Adm eða einingu 1140 hafa aðgang að þessari tegund við hengis. Annars er hægt að bæta henni við með því að fara undir
Kerfisumsjón - Notendur - Aðgangstýringar - Skrá aðgangstýringar.
Tegund viðhengis er númer -45, og heitir Laun innlestur.
ATH! ef hakað er við ALLT í Viðhengi-Tegundir, þá hefur notandi nú þegar aðgang að tegund.
Þegar búið er að lesa skjöl inn - birtast þau undir Laun - Útborgun - Viðhengi - Laun innlestur
Ef viðhengi lenda á villu, munu þau ekki bætast við undir viðhengi í útborgun.