4. Skrá tíma og laun

Skjámyndin opnast í lista, til þess að komast í skráningarmyndina notum við Alt+Ör til vinstri.


Táknin sem þú sérð efst í myndinni eru frá vinstri talið:

Listinn/ Alt+Ör til hægri

  Ný færsla/Insert  

Vista /CTRL + S - er ekki virkur nema einhverju hafi verið breytt

Eyða/Eyðir valinni færslu

 Endurhlaða/Nær aftur í upplýsingar í glugga

Hætta við/Ör upp - eyðir óvistaðri færslur

Opna lista í excel/CTRL+9


Almennt

Upplýsingar undir "Almennt" í glugganum skrá tíma og laun eru helstu upplýsingar sem við þurfum í launaskráningu og eða yfirferð skráningar.

Pílan í vinstri kantinum er til að fella gluggann saman til að fá stærra vinnupláss í launaskráningunni.



          


             


Launaforsendur

Hnappar sem eru ýmist notaðir til að Staðfesta og reikna laun eða sem flýtihnappar til að opna aðrar töflur


Skráning

Ef fastir liðir hafa verið staðfestir og/eða launafærslur verið lesnar inn sjáum við færslurnar hérna.

  • Við getum verið í skráningarlínu og skipt á milli útborgana í valmyndastikunni efst og séð hvernig færslur voru í eldri útborgunum.
  • Til að bæta við skráningu er smellt á + merkið fremst í línu og  í reitinn LL, þar setjum við inn númer launaliðs og aðrar upplýsingar, sjálfkrafa eru sóttar stofnupplýsingar í starfsmanninn, heimadeild starfsmannsins og annað þar er sótt, en má breyta.
  • Ef dagsetningu er breytt á launalið sem hefur verið skilgreindur þannig, breytist einingin í hlutfalli virkra daga, deilitala 21,67
  • Ef á að brjóta upp mánaðarlaun í veikindi, orlof eða annað er launaliðurinn settur inn og smellt á ENTER, þá kemur upp gluggi "Tímar í einingar" þar getum við sett annað hvort tímafjölda eða dagafjölda, þegar smellt er á áfram umreiknar kerfið yfir í hlutfall mánaðarlauna og einngin á launalið mánaðarlauna minnkar til samræmis.  Ef þetta gerist ekki svona í þínu kerfi þarf að setja upplýsingar um launaliði í Stofn/Stillir
  • Til að reikna launin er flýtilykillinn Alt+x
Fastir liðir - Hlutfallaðir liðir

Gjöld

Í flipanum gjöld eru færslur til opinberra aðila, gjöld utan staðgreiðslu og meðlag.  Hér geta líka verið innheimtur fyrir stéttarfélag eða annan afdrátt sem á að gera í nokkrum útborgunum.

Gjöld utan staðgreiðsu:

Oftast eru gjöld lesin inn úr skrá frá skattinum og birtast þá hérna inni, ef færa á gjöldin handvirkt þarf að setja í Heil/föst heildarupphæðina og í fyrsta og aðrar

Meðlag - innheimur

Frádráttur sem er eins mánuð eftir mánuð er settur inn í Heild/föst og hakað við föst, dregst þá af launum þar til færslunni er breytt.


Reikningur

Í flipanum "Reikningur" má sjá allar reiknaðar færslur, gott að skoða t.d. þegar búið er að breyta einhverjum forsendum á starfsmanni t.d. skipta um eða bæta við lífeyrissjóði, setja inn skattkort eða ónýttan persónuafslátt.  Reiknaðir hlutfallaðir liðir koma fram hérna.

Lífeyrisjóðir / Stéttarfélög

Reiknihópar

Ef á að reikna álag á laun í prósentum eða fastri krónutölu gæti hentað að setja upp reiknihóp, sjá nánar hérna. Reiknihópar

F8

Til að prenta út afstemmingu eða launaseðil er smellt á F8