Afturvirkar launaleiðréttingar

Ferli: Laun - Afturvirkar launaleiðréttingar

Þegar laun eru leiðrétt aftur í tímann í vinnslunni "Afturvirkar launaleiðréttingar" eru skráðar færslur úr völdum útborgunum sóttar og settar í mínus og nýjar upplýsingar sóttar fyrir plúsfærsluna.  Þannig er hægt að rekja leiðréttinguna færslu fyrir færslu.

Áður en farið er í að leiðrétta þarf að vera búið annars vegar að setja inn nýjan launaflokk eða þrep á starfsmann og hins vegar að breyta launatöflunni, allt eftir því hvað á við.

Það getur verið mjög þægilegt að láta vinnsluna flytja færslurnar í bunkaskráninguna.  Þar er þá hægt að sjá allar leiðréttingafærslur á alla starfsmenn á einum stað og hægt að bæta við eða fella út færslur áður en þær eru settar í skrá tíma og laun.



 

Skilyrði:

Valið er í skilyrði útborgun frá og til eða mánuður frá og til.

Valmöguleikar til afmörkunar á hópum eru Deild, Starfsheiti og Starfsstétt sem er fyllt út ef hækkunin nær til allra starfsmanna sem falla undir þau skilyrði.

Kennitala er valin ef einungis á að hækka einn starfsmann.

Launatafla er valin ef hækkunin nær til allra í þeirri töflu sem valin er.

flokkur/þrep er til þess að afmarka sig við tiltekna flokka og eða þrep í töflum.

Launaliðir: hægt að velja þá launaliði sem við á hverju sinni.



Dæmi:

Tvær gildisdagsetningar á launatöflu hafa bæst við aftur í tímann. Hægt er að gera leiðréttinguna í einni aðgerð og er þá ekkert valið í viðmiðunardagsetningu launatöflu.

Aðgerðin leiðréttir launin afturvirkt fyrir báðar gildisdagsetningarnar. 

Hækkun:

Launatöflu:

Plúsfærslur eru sóttar inn í þá launatöflu sem eru á færslunum og gildistíma eftir frádegi.  Ekkert er horft á þann launaflokk sem er á starfsmanninum í dag.

Launaflokkur/þrep:

Plúsfærslur eru sóttar inn í þá launatöflu/launaflokk/þrep sem er á starfsmanninum í dag.  Þannig þarf nýji flokkurinn að vera til í eldri töflum.

Krónutölu:

Plúsfærslur eru sóttar inn í þá launatöflu sem eru á færslunum og gildistíma eftir frádegi.  Ef "Krónutölu" er notað þarf að fylla inn í línuna launaliðir. Dæmi: 400,410  settir inn með , á milli ef hækka á báða launaliðina.

Viðmiðunardagsetning launatöflu:

Þessi möguleiki vinnur með öðrum hér að ofan en í öllum tilfellum er náð í plústöluna úr gildistíma miðað við innslegna dagsetningu í stað þess að horfa á dagsetningu færslu.

 



Hópur (sía) hefur áhrif á leiðréttinguna þ.e. ef í síunni er "Í starfi" leiðréttast einungis þeir starfsmenn sem eru skráðir "Í starfi".  Ef keyra á leiðréttingu fyrir alla aðila í völdum útborgunum óháð stöðu starfs þarf svæðið "Hópur(sía)" að vera tómt.

 

Tímavídd

Ef búið er að virkja tímavídd og framkvæma á afturvirkar launaleiðréttingar þá vinnur vinnslan nú samkvæmt skráningum í tímavídd. Skoðaðar eru tímabil skráninga á tímavídd á móti upphæðum í launatöflu á viðkomandi tímabili og hvað starfsmaðurinn fékk greitt. 

Bætt var við aðgerð í vinnsluna sem býður upp á það að leiðrétta laun óháð tímavíddarskráningum á starfsmönnum. Ef hakað er í rauða svæðið hér til hliðar þá miðast leiðréttingin við skráðar upplýsingar á starfsmanni sem eru í gildi á þeim degi sem vinnslan er keyrð. 





 

Vandamál í afturvirkum leiðréttingum.

  • Ef það koma inn færslur úr annarri leiðréttingu kemur kerfið með athugasemdir um að skoða tiltekna aðila.  Þá er hægt að fara í skrá tíma og laun eða í bunkann og skoða dagsetningar á færslum og fella út þær færslur sem standa utan tímabilsins.

  • Kerfið þekkir ekki hlutfallaða liði sem voru reiknaðir í útborgun fyrir uppfærslu 5991 frá 26.11.2014 - þessar færslur koma ekki með.  Ef þetta á við hjá þér kemur aðgerðin með athugasemd varðandi þá starfsmenn sem þarf að yfirfara.

    • Kerfið splittar ekki upp færslum eftir tímavídd eftir að notendur eru búnir að virkja tímavídd.

  • Ef starfsmaður hefur verið fluttur á milli reiknihópa, reiknast álag á hækkunina samkvæmt þeim hóp sem er á starfsmanninum þegar leiðréttingin er gerð.