Gjöld utan staðgreiðslu
Innlestur gjöld | (Laun - Innlestur - Gjöld) |
Almennt
Gjaldafærslur eru lesnar inn í ferilmynd sem opnast hægra megin á skjánum. Skráin sem lesa á inn verður að vera skv. neðangreindri skráarlýsingu
Alltaf er lesin inn skrá með einum gjalddaga og fer sama upphæð í Heild/Föst og Fyrsta gr.
Í ferlinum er gjaldheimtan/skuldareigandinn valinn og skráin sem á að skrifa, athugið að ef hún berst ykkur í tölvupósti þarf fyrst að vista hana á drif eða á desktop.
Virkni
Í hvert sinn sem ný skrá er lesin inn verður til ný innlestrarfærsla með einkvæmu númeri.
Ef launamaður er óvirkur er ekki lesið inn á hann en innlestur heldur áfram og að honum loknum tilgreinir kerfið fjölda færslna sem ekki skiluðu sér og kennitölur þeirra launamanna sem við á.
Lýsing einstakra sviða:
Kennitala: Er borin saman við launamannatöflu. Kennitala á ekki að vera með "-" og fremst á að vera 0 þar sem sem það á við. Kennitala er skilyrt svæði, þ.a. innlestri er hafnað ef einhverja kennitölu vantar eða hún er ekki til í launamannatöflu. Ef bókstafur/ir er/u skráður/ir í sviðið kemur villa og öllum færslum er hafnað.
- Heild/Föst: Heildarupphæð kröfunnar. Ef bókstafur/ir er/u skráður/ir í sviðið kemur villa og öllum færslum er hafnað.
Kennitala launagreiðanda: Kennitala launagreiðanda
Skráarlýsingin
Dæmi:
0107932289000000603326011605689
0401923299000000000796011605689
0511744289000000100006011605689
0710903679000001506616011605689