6. Launatöfluhlutföll
Til þess að fá útreikning á tímum sem eiga að hlutfallast miðað við upphæð mánaðarlauna þurfum við að setja upp töflu líka þessari hér að neðan.
Hlutfallið er bundið kjarasamningum og er því breytilegt milli stéttarfélaga. Vinsamlega athugið að hlutfallið hér að neðan er ekki endilega rétt, þetta fer eftir vinnuskyldu á hverjum stað fyrir sig.
Hlutföllin eru sambærileg þeim sem sett eru inní Launatöflurnar í launahlutanum og þar undir Hlutföll.
Til þess að virkja þetta þarf að fylgja eftirfarandi skrefum
- Setja eininguna 2017 inn í hlutverkið Áætlanir (F) og í önnur hlutverk ef við á
- Setja eininguna 2018 inn í hlutverkið Áætlanir (F) og í önnur hlutverk ef við á
- Setja í aðgangsstýringar á þeim aðilum sem hafa á sér hlutferkið Áætlanir (F) - Launaáætlun – Launatöflur – Allt
- Fara í Áætlunardálka og haka við Sækja einingaverð í launatöflu, á þá dálka sem það á við um.