8. Unnið í Skráning launaáætlana
Notendur geta séð mismunandi gögn í áætluninni allt eftir heimildum hvers og eins.
Ef áætlunin er fyrir heilt ár þurfa að vera línur fyrir hvert stöðugildi í 12 mánuði.
Starfsmenn sem eru hættir og þeir starfsmenn sem fá laun á aðrar deildir en skráð er á starfið í launakerfinu þarf að skoða sérstaklega, þeir fá ekki alltaf einingaverð í áætlunina.
Fyrir neðan skráningarlínurnar má sjá upplýsingar um þann starfsmann sem er verið að vinna með hverju sinni og hægt að skrá þar breytingar á helstu stofnupplýsingum og reikniliðum sem uppfærast þá einnig í línunni.
Dálkar í áætlun.
Þar sem áætlunardálkurinn kemur sem einingar, einingaverð og samtals eru einingarnar sóttar í raungögn(oftast fyrra árs) og einingaverðið í launataxta starfsmannsins eins og þau eru í dag.
Ef áætlunardálkurinn er einungis krónudálkur, er um fastar krónutölur að ræða sem ekki taka breytingum samkvæmt prósentuhækkunum á launatöflunni. Í "Aðgerðir" er hægt að setja prósentuhækkanir á krónutöludálka.
Ef áætlunardálkurinn er prósenta er prósentan sótt í reiknihópa á þeim starfsmönnum sem það á við um.
Hvernig er unnið í áætluninni.
Þegar byrjað er að eiga við gögnin í áætluninni þarf að merkja vinnustöðuna "Í vinnslu" - Þú ferð í Aðgerðir / Áætlun / Merkja vinnustöðu og velur þær deildir sem við á. Þegar vinnslu er lokið eru færslurnar merktar á sama hátt sem "Lokið"
Ef hægrismellt er í fyrirsagnarlínunni má fela dálka sem ekki er verið að vinna með
Dálka má færa til með því að smella á þá, halda músarhnappinum niðri og færa og sleppa þar sem dálkurinn á að vera.
Með því að smella á einhverja fyrirsögn er gögnunum raðað eftir stafrófs- eða númeraröð eftir því sem við á.
Ctrl+F í skráningarlínu skilar þér upp í leitarglugga þar sem hægt er að leita t.d. að tilteknum einstaklingum. Til að losa um leitina er farið aftur í leitargluggann og leitin hreinsuð og ýtt á ENTER, þá koma öll gögnin eins og þau voru áður.
Ef það koma deplar á skjánum í hring sem snúast og ekkert gerist þá hefur einhver villa komið upp í filteringu eða röðun sem kerfið ræður ekki við, í þeim tilfellum er nóg að loka glugganum, ekki þarf að endurræsa kerfið.
Til að afrita eina eða fleiri eru línurnar valdar og smellt á Crtl+Shift+C og Crtl+Shift+V til að líma þær inn aftur.
Til að bæta inn línu er smellt á Insert og hver dálkur fyrir sig er sleginn inn. Þeir dálkar sem eru skilyrtir eru merktir með *.
Ef þú vilt velja allar línur í einum dálk, skaltu staðsetja þig í línu og ýta á Crtl+bilslá, þá skilar enter þér niður dálkinn.
Ef þú vilt afrita gildi í efstu línu, skaltu staðsetja þig í línu og ýta á Crtl+bilslá, og síðan Crtl+D þá afritast efsta færslan niður allan dálkinn.
fremst í línu sýnir þér hvaða lína er valin.
fremst í dálki sýnir þér hvar músarbendillinn er staðsettur
Til að afrita innihald dálka er bent með músinni í hægra hornið niðri og dregið niður dálkinn.
Ef upphæðin í samtals er ekki sama og einingaverð ef 1 eining er skráð er það vegna þess að settar hafa verið inn forsendur til launahækkunar.
Það er hægt að flytja gögnin út í excel Crtl+F9 en ekki er hægt að útbúa forsniðið skjal, það á við um aðrar töflur í stjórnun.
Til að sjá samtölu á dálki er hægrismellt og valið Greiningar/Samtala eða annað sem þú vilt sjá.
Endilega hægrismelltu í skráningunni og skoðaðu hvað er þar undir.
Skoðaðu líka það sem er undir "Aðgerðir" efst í hægra horni myndarinnar..
Afrita línu út tímabil, notað ef þú hefur bætt við línu og vilt hafa hana eins út árið
Afritað allar línur út tímabil, notað ef unnið er með einn mánuð í áætlun sem á að vera eins allt árið.
Afrita áætlun
Hlutfallsbreyta dálki, hækka krónutöludálka um prósentu.
Tæma dálka, ef þú vilt eyða upplýsingum úr dálki, öllum línum.
Reikna upp eingreiðslur
Breyta vinnustöðu, notað til að upplýsa aðra um stöðu á áætlunargerðinni, þegar þú eða stjórnandi hefur lokið þinni vinnu setur þú vinnustöðuna á Lokið og hún er sett á samþykkt þegar það á við.
Stofna persónusniðmát
Endurreikna áætlun, sækir ný gildi í "Hlutfall opinberra gjalda" og "Launatöflubreytingar" og reiknar upp launatengd gjöld
Það sem þarf að huga að:
Er einhver með óeðlilega tíma í Vinnuskylda 100%. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar í skjalinu má breyta þeim.
Samtals einingar mánaðarlauna/dagvinnutíma allra starfsmanna ættu að endurspegla stöðugildi á hverri deild á völdu tímabili, ef það gerir það ekki þarf að bæta inn í áætlunina, fella út eða breyta.
Er einhver með óeðlilegar einingar/upphæð vegna mánaðarlauna eða dagvinnu, er ástæða til að lagfæra.
gæti verið of lágt vegna launalauss leyfis
gæti verið of hátt vegna orlofsuppgjörs.
Ef starfsmaður í áætluninni er hættur þarf að skoða hvort einhver hafi komið í staðinn og gera þá breytingar á línunni til samræmis við það. Ef enginn hefur komið í staðinn þá er línunni eytt úr skráningunni en athugið að það hefur áhrif á heildarstöðugildi deildarinnar.
Ef hækka á krónutöludálka er gott að sía á t.d. stéttarfélög, tímabil eða annað sem þrengir mengið sem er verið að vinna með.