5.8 Innlestur safnfærslna

Stöðu á safnfærslum er hægt að lesa inn með fyrstu launakeyrslu eða í næstu launakeyrslu á eftir ef ekki gefst tími til að lesa þær inn með fyrstu launakeyrslu. Einnig er hægt að stofna sér útborgun fyrir innlestur á safnfærslum.

Mikilvægt er að safnfærslur og réttindi séu skráð rétt inn frá byrjun svo útgreiðsla verði einföld þegar að því kemur. Þú getur fengið eins mikla aðstoð eins og þarf en þetta eru þó atriði sem ekki þarfnast sérþekkingar á H3 og því tækifæri til að spara í innleiðingarkostnaði.

Hér kemur listi yfir launaliði sem eru söfnunarliðir og hvaða einingategund á við, tímar eða mánuðir. Skoða þarf hvaða liðir eru í notkun hjá fyrirtækinu og þarf að lesa inn stöðu fyrir.

Það sem tilgreint er hér að neðan er þetta almenna en ef uppsöfnun er t.d. á vetrarfríi hjá fyrirtækinu þá gilda sömu reglur um það og orlofið nema lesið inn á annan launalið.

9320 Orlofstímar dv.

  • Það þarf að lesa rétta orlofsstöðu inn á launalið 9320 í tímum.  Ef staðan er rétt í eldra kerfi er skýrslan tekin út í excel og sett í innlestrarskjal sem er lesin inn í útborgun.

    • Réttindi eru lesin inn á dagsetninguna 01.04 síðastliðins árs

    • Ávinnsla á 01.05 núverandi árs.

660 R. Orlofsuppbót:

  • Þarf að reikna út miðað við unnar dagvinnustundir frá 01.05 s.l. og lesa inn í einingum.  Í kerfinu er jafnsöfnunaraðferð og safnast því upp 1/12 eða 0,0833 við hver greidd mánaðarlaun.  Sem dæmi á starfsmaður sem er í 100% starfi allt árið rétt sem nemur 0,2499 eftir greiðslu launa fyrir júlí.

670 R Desemberuppbót:

  • Þarf að reikna út miðað við unnar dagvinnustundir frá 01.01 s.l. og lesa inn í einingum.  Í kerfinu er jafnsöfnunaraðferð og safnast því upp 1/12 eða 0,0833 við hver greidd mánaðarlaun.  Sem dæmi á starfsmaður sem er í 100% starfi allt árið rétt sem nemur 0,5831 eftir greiðslu launa fyrir júlí.

9310 Starfsaldur:

  • Yfirfara dagsetningu í "Síðast ráðinn" í Stofn/Starfsmenn - þessa dagsetningu á að nota til að reikna út starfsaldurinn í mánuðum og lesa hann í skráningu.

9300 Stöðugildi:

  • Stofn/Launaliðir/Reiknistofnar/RSTGILDI - þarna þarf að yfirfara þá launaliði sem eru í undirfærslunni og bæta við eða eyða út ef þarf.

 

Skráningar í innlestrarskjal

Best er að skrá safnfærslur í innlestrarskjal H3 sem er svo lesið inn í útborgun. Mikilvægt er að passa upp á að þær safnfærslur sem eru með réttindaáramót eins og t.d. orlof og vetrarfrí verði lesnar inn á réttum dagsetningum.

Í innlestrarskjalinu er þá best að nota flipann Línuskráning því þar er hægt að setja inn dagsetningar. Hægt er að ná í innlestrarskjal hér Excel launaskráningarskjal

Dæmi:

Fysta útborgun í nýju kerfi er í nóvember 2020. Starfsmaður á bæði orlof og vetrarfrí frá fyrra tímabili og er líka kominn með ávinnslu fyrir næsta tímabil. Starfsmaðurinn á 20 orlofstíma frá fyrra orlofstímabili (Réttur) og er búinn að ávinna sér 96 tíma fyrir næsta tímabil (Áunnið). Hann á 96 vetrarfrístíma frá fyrra tímabili (Réttur) og er búinn að ávinna sér 8 tíma fyrir næsta tímabil (Áunnið)

Þegar þessir tímar eru settir inn í innlestrarskjalið þarf að passa upp á réttar dagsetningar, orlofsrétturinn er þá lesinn inn á apríl og áunna orlofið má þá lesa inn á október eða nóvember. Vetrarfrísrétturinn er þá lesinn inn á september en áunna vetrarfríið má þá lesa inn á október eða nóvember, sjá meðfylgjandi skráningu í skjalið

Þegar þessir tímar hafa verið lesnir inn í útborgun þá er hægt að skoða skráninguna sem komin er á starfsmanninn með því að fara í Skrá tíma og laun, smella á Reikna og svo á Ctrl+H og þá sjást öll réttindi starfsmannsins hægra megin á síðunni.