5.6 Bókhaldsuppsetning - Flokkun

Þegar búið er að setja upp það bókhaldskerfi sem fyrirtækið notar þarf að yfirfara bókhaldsuppsetningu og tengja bókhaldslykla.

Í kerfinu er búið að setja upp ákveðna bókhaldsuppsetningu. Þar er búið að búa til flokkun sem er tengd við launaliði í kerfinu. Þetta er flokkun sem öll fyrirtæki ættu almennt að geta notað en í einhverjum tilfellum er óskað eftir meiri sundurliðun og þá gæti þurft að búa til fleiri flokka, einnig getur þurft að flytja launaliði á milli flokka. Það getur líka verið að fyrirtæki noti færri flokka og þá er hægt að eyða út flokkum sem eru ekki notaðir og flytja viðeigandi launaliði á aðra flokka sem til eru.

Til að sjá uppsetta flokka er farið í Stofn - Bókhald - Bókhaldsuppsetning og kemur þá listi með öllum flokkunum sem til eru í kerfinu. Ef tvísmellt er á launaflokk kemur upp gluggi þar sem hægt er að tengja bókhaldslykla o.fl. og setja upp fyrir alla flokkana. Ef farið er í flipann Tengdir launaliðir þá koma upp allir þeir launaliðir sem tengdir eru á þennan flokk og fara þá á sama bókhaldslykil. Yfirfara þarf alla flokkana og skoða hvort það þarf að færa einhverja launaliði á aðra flokka. Ef færa þarf launalið á milli flokka þá er það gert í Launaliðir, smellt á viðkomandi launalið og farið í flettigluggann fyrir Bókhaldsuppsetning og réttur flokkur valinn.

Flokkun sem fylgir með kerfinu

Dæmi um uppsetningu á bókhaldi fyrir flokk 110 (Athuga að það fer eftir bókhaldskerfi hvaða liðir koma undir heiti)

Tengdir launaliðir fyrir flokk 110

Sjá almennar leiðbeiningar um bókhaldsuppsetningu