5.7 Bókhald - Taka út bókhaldsskrá

Þegar búið er að yfirfara bókhaldsuppsetningu og merkja inn bókhaldslykla er hægt að taka út bókhaldsskrá fyrir fyrstu útborgunina.

Farið er í Úttak - Bókhald - Bókhaldsskrá, rétt útborgun valin og úttak á að vera Skrá. Það ætti að vera búið að setja upp slóðina fyrir bókhaldsskránna í fyrri stigum innleiðingar þannig að hún ætti að vera rétt hér. Smella svo á Framkvæma. Þá ætti skráin að hafa vistast og hægt að ná í hana á viðkomandi slóð og lesa inn í bókhaldskerfið.

Þá ætti skráin að hafa vistast og hægt að ná í hana á viðkomandi slóð og lesa inn í bókhaldskerfið. Það er líka hægt að taka skránna út á skjá með því að velja Skjár í reitnum Úttak. Það er svo hægt að taka þær upplýsingar út í excel ef óskað er og nota t.d. til afstemminga.