5.3 Stofn - Veflyklar

Þegar búið er að uppfæra fyrstu launakeyrsluna í kerfinu þarf að setja inn notendanafn og lykilorð á alla þá sjóði (Lífeyrissjóðir, stéttarfélög og gjaldheimtur) sem eru með rafræn skil. Þeir sem eru með rafræn skil eru með skráða skilaaðgerð Rafrænt (XML) í stofnupplýsingum.

Farið er í Stofn - Veflyklar og þar er hægt að setja notendanafn og lykilorð beint inn í listann. Þetta ættu að vera upplýsingar sem hægt er að nálgast úr fyrra launakerfi. Ef hægrismellt er í listanum og valið Línuval af/á þá er hægt að skrá upplýsingar beint inn í listann.