Bókhaldsuppsetning

Í Stofn / bókhaldsuppsetning eru settir bókhaldslyklar á flokk launaliða.

Uppsetningin er almennt gerð af ráðgjafa við innleiðingu kerfisins en viðhald í framhaldinu er ekki flókið og vel á færi starfsmanns fyritækis.


Hér til hliðar er dæmi um bókhaldsuppsetningu í bókhaldskerfinu NAV.  Bókstafirnir í "Deild" þýða að verið sé að sækja lykla í deild.  Fjögur D þýða að bókhaldsvinnslan sækir allt að fjóra stafi í bókhaldlykil deildarinnar.



Á næstu mynd (Stofn - Deild) sést að búið er að setja 4420 í svæðið "Bókhaldslykill" þessi lykill er sóttur og settur í skrána í staðin fyrir "DDDD" hér að ofan



Að lokum er bókhaldsuppsetningin (samkv. efstu mynd) sett á launaliðina (Stofn - Launaliðir).


Hægt er að sækja hluta lykils í eftirtalin svið með því að nota meðfylgjandi bókstaf:


A

Póstnúmer launagreiðanda

B

Póstnúmer deildar

C

Starfsheiti

D

Deild

E

Svið

F

Kostnaðartegund

G

Launagreiðandi

HDeild - Bókhaldslykill 2

J

Farartæki

K

Skuldareigandi

L

Launaliður

P

Staður

R

Gjaldmiðill

S

Starfsmaður

T

Starfsstétt

V

Verk

Þ

Verkþáttur



Bókhaldsuppsetningin er ekki tengd reikningi launa þannig að hægt er að gera breytingar á bókhaldsmerkingum og keyra út bókhaldskrá aftur á uppfærðar útborganir.