3. Launaliðir dapeninga
Launaliðir eru ein af aðalforsendum þess að hægt sé að reikna dagpeninga, þessir hér að neðan þurfa að vera til.
- Launaliður sem færslur eru settar á í dagpeningakerfinu, hér að neðan er þetta launaliður nr. 500
- Ef dagpeningar eiga ekki að greiðast með launum heldur eru greiddir áður en ferðin er farin þarf að vera til launaliður eins og númer 550 hér að neðan.
- Launaliðir sem færslur fara á ef skattareglur dagpeninga eru notaðar,
- mínusfærsla á launalið 510 og plúsfærsla á 520, eða
- mínusfærsla á launalið 500, hér að ofan og plúsfærsla á 520.
Kerfið reiknar skattinn eins hvor leiðin sem farin er og færslurnar verða jafnmargar. Það sem vinnst með því að hafa mínusfærsluna á sér launalið er að kostnaður vegna dagpeninga verður greinilegri á fyrirtækjalista og í teningum.
Til þess að sjá launaliði í kerfinu þarftu að hafa aðgang að H3 Laun