4. Biðfærslubunkar
Það þarf að stofna bunka fyrir dagpeninga sem eru ekki lesnir inn, bunkar geta verið eins margir og hentar en mælt er með að hafður sé einn bunki fyrir hvert ár eða hvern mánuð fyrir sig, allt eftir fjölda færslna.
Þegar bunki er stofnaður er hann sjálfgefið virkur og hak kemur í "Dagp. reikn. leyfður." Merkja þarf sérstaklega ef hann á að vera óvirkur. Ef bunki er gerður óvirkur þá er ekki hægt að lesa hann inn. Óvirkur bunki sést eingöngu í stofnflipa og kemur ekki fram í uppflettigluggum.
Velja þarf "Tegund", 2 - Dagpeningar svo hægt sé að nota bunkann í dagpeningakerfinu.