9. Unnið með biðfærslur
Hér verður farið yfir þær aðgerðir sem eru í boði þegar vinna á með skráðar biðfærslur; 8. Unnið með biðfærslur#Reikna dagpeninga, Tengja útborgun og Taka dagpeningafærslur úr útborgun.
Reikna dagpeninga
Þegar búið er að skrá biðfærslurnar er farið í Aðgerðir (niðri hægra megin) og valið að Reikna dagpeninga. Þá kemur upp ferill með sjálfgefnum gildum sem sett hafa verið í stilli, þessum gildum er hægt að breyta í hverri færslu fyrir sig. Hægt er að reikna færslurnar og sjá útreikning áður enn þær eru greiddar. Ath. passa þarf að gengi sé uppfært: Innlestur -> Gengi -> Innlestur á gengi.
Ef stofnaðar eru bankafærslur þarf að vera skráður gjaldeyrisreikningur á viðkomandi starfsmann, hægt er að skrá gjaldeyrisreikninginn undir Stofn -> Gjaldeyrisreikningar launamanna (til þess þarf að hafa aðgang að launamönnum).
Ef valið er Já í "Stofna bankafærslur" verða til bankafærslur sem hægt er að greiða. Jafnframt fá færslurnar merkinguna greiddar og eru ekki lengur sýnilegar undir síunni "Ógreiddir", einungis undir "Greiddir ótengdir". Ekki er lengur hægt að breyta færslunum eftir að þær eru greiddar.
"Nota brottfaradag -1" er notað ef dagpeningar eru greiddir fyrirfram og gengi dagsins er ekki komið inn.
Í mánuðinum er hægt að framkvæma þetta ferli eins oft og þurfa þykir. Á endanum eru færslurnar fluttar yfir í útborgun.
Tengja útborgun
Til að setja færslur í útborgun er farið í Aðgerðir -> Tengja útborgun og fylltur út ferillinn sem kemur upp
Ath. ef stofnaðar voru bankafærslur í síðasta skrefi, þegar dagpeningar voru reiknaðir, þarf að velja "Já" í nota bankafærslur þegar biðfærslurnar eru tengdar. Þá bætast greiðsludagsetningar inn í skjámyndina. Möguleikinn á að setja inn fyrirframgreiðslur bætist líka við þegar valið að nota bankafærslur.
Skjámyndin þegar valið að nota ekki bankafærslur:
Skjámyndin þegar valið er að nota bankafærslur:
"Greiðsludagur frá" og "Greiðsludagur til" er dagurinn í dag, þ,e, dagsetning þegar aðgerðin er framkvæmd.
Setja inn rétta útborgun, hún þarf að vera opin.
Launaliðurinn sem er valinn í "Launaliður" er dagpeningalaunaliður, oft 500 en gæti verið annar í þínu fyrirtæki. Launaliðir sem eru notaðir fyrir dagpeninga eru með launategundina 75 - Dagpeningar.
Ef á að reikna skatt á færslurnar er valið Já í "Nota skattareglur dagpeninga". Þá reiknar kerfið skatt ef mismunur er á upphæð í Dagpeningauppsetningu og Skattareglu dagpeninga sem er á viðkomandi Dagpeningauppsetningu.
Ef búið er að ganga frá greiðslu til starfsmanns er valið að setja inn fyrirframgreiðslur. Ef valið er Nei þá er verið að greiða dagpeningafærslurnar út í launakerfinu (viðkomandi útborgun). Hægt er að nota báðar aðferðir í sömu útborgun en þá verður að flytja færslurnar í tvennu lagi og hafa þær í 2 bunkum. Þetta er hægt með því að taka hakið úr Greiðist nú og flytja einungis þær sem eru með hakinu fyrst og setja svo hakið í aftur á þær færslur sem fóru ekki yfir og breyta um aðferð (Já eða Nei í Setja inn fyrirframgreiðslur).
Taka dagpeningayfirfærslur úr útborgun
Hægt er að taka dagpeningafærslur úr útborgun ef útborgun er opin. Þá er farið í Aðgerðir og Taka dagpeningayfirfærslur úr útborgun, útborgun valin og biðfærslubunki ef vill. Biðfærslubunki er valinn ef það á að taka færslur úr einum bunka af mörgum sem eru í sömu útborgun, úr útborguninni. Ef færslurnar eru teknar úr útborgun eru færslurnar teknar til baka og eru sýnilegar undir síunni "Greiddar ótengdar".
Þær eru því enn til og munu tengjast aftur þegar/ef tengja á biðfærslur úr sama bunka. ATH. Þess vegna þarf að eyða viðkomandi færslum út til þess að þær hverfi alveg (með því að fara í biðfærslur og setja á síuna "Greiddar ótengdar", velja færsluna og smella á Ctrl+Delete, eða hægrismella á línuna og velja "Eyða línu" .
Ef bankafærslur hafa ekki verið greiddar er einnig hægt að eyða færslunum.
Til að flýta ferlinu er hægt að lesa dagpeningana inn sjá hér.