Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 2 Current »

Í ákveðnum kjarasamningum, á yfirvinna tímakaups starfsmanna að telja til réttinda til desember- og orlofsuppbóta.

Í staðlaðri uppsetningu yfirvinnu launaliða, þá telja þeir ekki réttindi til desember- og orlofsuppbóta, því þeir launaliðir eru greiddir eftir að fullri vinnuskyldu hefur verið náð.

Við mælum því með að gerður sé sérstakur launaliður fyrir yfirvinnu tímakaups starfsmanna.

Hér er dæmi:

Fyrst veljum við yfirvinnu launalið sem er í notkun í dag. Í aðgerða glugganum hægra megin er smellt á Afrita öll gögn og undirtöflur.

Yfirvinnu launaliður.png

Dæmi um nýtt númer væri 1105, en ef það númer er þegar í notkun, þarf að finna annað númer.

Almennt mælum við með að launaliðir af sama meiði byrji á sömu númera röð. Í þessu tilfelli væri það 110 og svo viðbótar tölustafir þar fyrir aftan.

Ef þessi launaliður á að birtast starfsmanni sem venjuleg yfirvinna á launaseðli, þá er hægt að merkja inn á launaseðils stillingar, sjá mynd:

Launaseðilsstillingar.png

Það sem þarf svo að bæta við nýja launaliðinn undir reiknistofnum eru RDESUPP og RORLUPP, sjá mynd:

Uppbótareiknistofnar.png

Til þess að nýjir launaliðir komi fram á samtölufæti launaseðils þarf að merkja þá inn skv. leiðbeiningum hér: Uppsetning samtalna - Mannauðslausnir - Confluence

Að lokum þarf svo að vera í sambandi við ykkar þjónustuaðila tímaskráningarkerfis til að tryggja að þeir starfsmenn sem eiga að fá yfirvinnu sem telur til uppbótaréttinda, fái hana í skrá eða bunka til H3 á réttan launalið.

Ef notkun nýs launaliðar er tekin upp á miðju uppbóta tímabili, þá er hægt að gera mínusfærslur í skrá tíma og laun á fyrri launalið og plúsfærslur á þennan nýja, til að uppfæra í rétta stöðu réttinda til uppbóta.

Ef þörf er á aðstoð, ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa mannauðslausna á h3@advania.is eða í gegnum þjónustuportal Advania á velkomin.advania.is

  • No labels