Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 69 Next »




Almennt: 

  • Fyrirtækisheiti er nú sýnilegt vinstra megin á borða efst
  • Minnismiðar í launum og stjórnun, dálkurinn "Einstaklingar" hefur bæst við listann þar sem sjá má hvaða starfsmanni viðkomandi minnismiði er tengdur - Leiðbeiningar vegna minnismiðavirkninnar (ctrl+m) má finna hér  
  • Umsjónarmaður kerfis getur nú sett á sig einingu sem kveikir á þeirri virkni að hann fær tilkynningar um póstsendingar sem hafa farið á villu síðustu 30 daga (eining TMFW-diagnostics)
  • Í villuglugga hefur bæst hnappurinn "Afrita" sem smella má á og aftrita villutexta 

Fræðsla

  • Lagfæring á uppfærslu á skírteinum sem voru stofnuð út frá efni
  • Villa sem upp kom við skráningu á Fræðsluauka lagfærð
  • Skrá marga á atburð - búið er að bæta dálkunum "Verk", "Staða starfs" og "Starfsheiti" við valmyndina sem má þá sía eftir

Mannauður

  • Óvirk atriði birtast ekki í starfsgreiningum
  • Viðhengi - búið er að lagfæra villu sem kom upp þegar stjórnandi reyndi að rjúfa tengsl (frá öðrum notanda) á skjali 
  • Hægt að skoða samanburð eyðublaða (eining CompareFormEmpl)
  • Nú geta stjórnendur bætt á sig einingu til að fá samanburð starfslýsinga (eining 855)
  • Nú er hægt að skrá starfslýsingu á marga starfsmenn í einu
  • Stjórnendur geta nú fengið einingu sem gerir þeim kleyft að aflæsa eyðublaði sem hefur verið læst

Ráðningar

  • Lagfæringar á hraðsendingum í starfavöktun
  • Úrvinnsla umsókna - lagfæring á villu sem upp kom ef tungumálakóði var rangur  

Laun

  • Þegar unnið er í fyrirspurnum (Úttak - Fyrirspurnir) er nú mögulegt að fara beint í launamanna- eða starfsmannaspjald viðkomandi einstaklings með skipununum Alt+1 og Alt+2
  • Skrá tíma og laun - þegar laun eru reiknuð birtast nú athugasemdir varðandi útreikning auk flipans "Athugasemdir" þar sem athugasemdir eru listaðar upp
  • Vinnslan "Núllstilling á réttindum" sem átti það til að frjósa keyrir nú snurðulaust
  • Veflyklar - reiturinn "Lykilorð", nú má velja Alt+F9 til að sjá hvað lykilorð viðkomandi móttakanda er
  • Lífeyrissjóðir - reiturinn "Einkennisnúmer" leyfir nú eingöngu 3 tölustafi
  • Ýmsar lagfæringar varðandi þjóðskrá
  • Aðgerðin að "Senda launaseðla í vefþjónustu" leyfir núna að senda launaseðla í Íslandsbanka og Landsbankann. Leiðbeiningar má finna hér
  • Launatöflur, villa sem gat komið upp þegar þrepi var bætt við lagfærð

Samþykktaferli

  • Við endurreikning eða endursamþykkt er hægt að notast við mörk +/- 15 kr án þess að það krefjist endursamþykkis
    • Hægt er að stilla mörkin sem virkja endursamþykkt með sysoptions röðinni með númerið "PayconfirmDifference", þetta er dreift með gildinu 15 sem þýðir +/-15 krónur
  • Tölur í gröfunum í samanburði voru ekki með aukastöfum, en er núna komið með með tvo aukastafi, dæmi var 6 millj. nú kemur 6.84 millj., eða það sem við á hverju sinni
  • Launaliðir í samanburði í starfsmönnum er nú raðað eftir "Röð" skv launaliðum
  • Nú er hægt að sía á hóp/deildir í samanburði
  • Nú er hægt að hafa það mismunandi á milli fyrirtækja hvort samþykktir eru út frá hópum eða deildum 
  • Þegar hlutir eru endurstaðfestir eða deild/hóp er bætt við samþykktarferil þá sendist póstur á samþykktaraðila þessi efnis að laun eru tilbúin til endurstaðfestingar
  • Það er stillt af hvort samþykktaraðilar fá tölvupósta vegna athugasemda launafulltrúa og einnig hvort launafulltrúar fái tölvupóst vegna athugasemda samþykktaraðila
    • Notendur sem hafa eininguna 5008 eða 5009 og hafa réttar aðgangsstýringar, fá póst
    • Póstur er aðgangsstýrður út frá raunmánuðum og hóp/deild
  • Þegar það þarf að endurstaðfesta deildir/hópa þá koma þær deildir/hópar efst í listanum í „staðfesting“ í ferlinum sem launafulltrúar hafa
  • Hægt er nú að sjá samtölur fyrir launamenn í samanburði þegar hópur/deild hefur verið sprengd upp
  • Fyrirsagnir reitanna í samanburði eru nú frystar þegar verið er að scroll-a upp og niður í skjámynd, þannig hefur þú tengingu á milli samtalna og flokka þegar verið er að horfa á deildir/hópa/starfsmenn (ekki í uppsprengdum launamanni)
  • Hægt er að senda áminningar á samþykktaraðila hópa/deilda sem eiga eftir að samþykkja
  • Einnig er hægt að setja allt í endurstaðfestingu í einu í stað þess að senda eina í einu
  • Búið er að breyta þannig að þegar upphæð á deild hefur breyst útfrá upphæð í byrjun ferils sem var samþykkt þá birtist textinn "Þarfnast endurstaðfestingar"
  • Þegar er verið að bera saman tóma útborgun (núverandi) við eldri (samanburða) þá sýnir nú samanburðurinn prósentulækkun (100% niður)
  • Upphæðir í samanburði pr. launþega birtist ekki lengur með NaN heldur núll/0
  • Nú notar samþykktarferilinn póstfang launagreiðenda fyrir póstsendingar

Leiðbeiningar vegna samþykktarferils má finna hér

Ef óskað er eftir frekari aðstoð vegna samþykktarferils, þá hafið samband við ráðgjafa í netfangið h3@advania.is

Áætlanir

  • Búið að lagfæra villu sem olli því að í sumum reitum birtust villuboð ítrekað þó búið væri að smella á OK
  • Gildi (ár, mánuður) vistast nú rétt, hvort sem bandstrik er slegið inn eða ekki

Verkborð

  • Betrumbætur á afmælisdagalista
  • Lagfæringar á síu vegna ráðninga, þegar smellt á "Samtals" opnast eingöngu það starf sem var valið





Intellecta kjarakönnun:

  • Aukinn hraði í Intellecta fyrirspurn
  • Endurbættur útreikningur á greiðslu fyrirtækis í séreignasjóð starfsmanns

Samþykktarferill:

  • Lagfærð villa þar sem gröf í samþykktarferli sýndu launafærslur úr bunkum sem voru ekki tengdir við útborganir


Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir þessa uppfærslu


Fræðsla

  • Lagfæring á aðgerðinni „Stofna nýjan atburð og afrita þátttakanda“ þegar unnið er með þátttakendur í atburðum

Þekkingaryfirlit

  • Í þekkingaryfirlitinu er hægt að velja ör við námskeiðstitil sem opnar listann „Vinna með valda starfsmenn“. Þar er hægt að senda tölvupóst, skrá á atburð og skrá fræðslu
  • Undanþága er nú sýnileg í þekkingaryfirliti
  • Búið að bæta við þekkingaryfirlitið síunni „Verk“
  • Nú er hægt að sía á einstaka þekkingu, efni og skírteini
  • Sé starfsmaður með skráðan farsíma eða vinnunetfang sést tákn fyrir framan hann í þekkingaryfirliti; hægt er að hringja í hann eða senda póst úr þekkingaryfirlitinu.  
  • Nú er sýnilegt á þekkingaryfirliti og í listanum „Vinna með valda starfsmenn“ hvort starfsmaður sé skráður á námskeið; blár hringur birtist utan um punktinn í yfirlitinu
  • Búið er að laga hvernig kvarði þekkingar birtist á þekkingaryfirlitinu  (2/3 | 50% - hér er starfsmaður með tvo af þremur mögulegum og búinn að klára 50% af þeim námskeiðum sem krafist er og tengd eru við þekkinguna) 
  • Þekking birtist nú án þess að vera tengd við efni eða skírteini á þekkingaryfirliti

Áætlanir

  • Nú er aftur hægt að breyta vinnustöðu í Áætlunum án villumeldingar
  • Lagfæring á síu vegna aðgerðarinnar „Hlutfallsbreyta dálki“ í skráningu launaáætlana

Laun

  • Nú er hægt að lesa skrár inn í Þjóðskrá á forminu E31





Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir þessa uppfærslu


Almennt

  • Tölvupóstsamskipti - vinnsla sem sækir villuskilaboð vinnur nú hraðar en áður sem gerir það að verkum að skemmri tíma tekur að sækja samskiptin
  • Ctrl+M - lagfærð villa sem olli því að áminningar voru ekki sendar í dagatal viðkomandi auk þess sem aðgangsmál voru lagfærð þannig að notendur með takmarkaðan aðgang geti sent áminningar
  • Signet, nýjum breytum "Dags. frá" og "Dags. til" má nú bæta við tölvupóstsniðmát sem upplýsa aðila um frest sem þeir hafa til að undirrita skjöl
  • Signet, þegar skjöl eru send í undirritun er nú hægt að yfirskrifa netfang sem fyrir er á starfsmanni
  • 50skills, einingum bætt við til að opna fyrir lífeyrissjóði, menntun, ferilskrá og aðstandendur
  • Ný stilling í sysoptions sem leyfir að næsti yfirmaður komi alltaf úr "Verk" þó starfsmenn úr mismunandi deildum séu skráðir á "Verk"
  • Dálkasíun í listum, þegar smellt á svörtu píluna við dálkaheitið er nú hægt að skrifa inn gildi í leit og og smella á Enter til að fá fram niðurstöður


Laun

  • Orlofshækkanir, aðgangsvilla löguð þegar smellt á Skoða breytingar undir "Keyra orlofshækkanir" í "Hækkanir"
  • Skrá tíma og laun, villa löguð í dagsetningarformi (ef fyrsti partur dagsetningar var yfir 12) sem leiddi til annarrar villu þegar velja átti launaflokk
  • Afturvirkar launaleiðréttingar, hægt að eyða færslum úr bunka
  • Afstemming, "Með laun, ekki skattkort" allir launamenn sem vantar skattkort birtast burtséð frá því hvort vanti tegund ráðningar í starfsmannamynd
  • Launamenn, búið að koma í veg fyrir að hægt sé að setja hvaða gildi sem er í reitinn "Tungumál á launaseðli", velja þarf gildi sem til eru í töflu
  • Launamiðar, launamiðareitur 09 ekki lengur inni í samtalslínu á launamiða þegar "Samtölur eingöngu" eru valdar í "Birting launamiða"
  • Reiknihópar, lagfærð villa sem olli því að ekki var horft í hámarks- og lágmarksupphæð þegar hlutfall reiknað
  • Launaliðir - reiknistofn, við reikning er horft á reiknistofna í launaliðum, virkaði ekki í öllum tilfellum áður
  • Launamenn, Starfsmenn og Skrá tíma og laun - þegar listar teknir út í Excel er búið að fjarlægja tímastimpil úr dagsetningum
  • Vinnslur, lagfæring á að "Flutningur á heimadeild" tók ekki tilit til síunar starfsmanna
  • Launaframtal, villa lagfærð sem olli því að upphæðir liða utan staðgreiðslu birtust tvisvar í upptalningu
  • Bókhaldsskrá, þúsundapunkti bætt við og aukastafir teknir út
  • Reikna uppbætur, betri villuskilaboð ef reitirnir Staða starfs eða Vinnuskylda 100% eru tómir
  • Fyrirspurnir, Uppfærsluskrá - reitirnir Mánuður eru nú sjálfgefið tómir en ekki með upplýsingum sem koma útborgun ekki við - sem gat valdið því að fyrirspurnir birtust tómar
  • Launatöflur, aðgerðin "Tengdir starfsmenn" birtir nú réttilega lista af starfsmönnum sem eru í viðkomandi launatöflu
  • Launatöflur, löguð villa sem faldi allar færslur í "Flokkar/Þrep" þegar færslur voru uppfærðar
  • Rafrænir launaseðlar, lagfæring vegna villu sem upp kom þegar númer launatöflu var langt


Jafnlaunavottun

  • Starfaflokkar, búið að bæta við reit vegna starfsmats inn í Starfaflokka
  • Starfaflokkar, tvær nýjar fyrirspurnir, Starfaflokkun - starfsmenn (sameinar upplýsingar úr starfsmannamynd, launamannamynd og heildarstig starfaflokks) og Starfaflokkun - viðmið (sýnir starfaflokkunarkerfið í heild sinni)
  • Starfaflokkar - breyting á viðmóti undirfærslna


Mannauður

  • Aðgangsstýringar á tegundir og flokka í Samskiptum - ath. að þau fyrirtæki sem eru að nota Samskipti í Stjórnun þurfa eftir uppfærsluna að bæta aðgangstýringum á þá stjórnendur sem eru að nota Samskipti
  • Lagfæring þegar hlutum í vörslu er skilað í gegnum verkferli
  • Eyðublöð, villa varðandi vistun á upplýsingum í skyldureitum löguð


Intellecta

  • Hraðaaukning í skjámyndinni "Varpa launaliðum"




Meginhlutir í uppfærslunni:

  • Aðlaganir gerðar á Intellecta vinnslunni


Uppfærslukerfi:

  • Uppfærslan er fyrsti áfangi í útgáfu nýs uppfærslukerfis


Almenn lýsing:

H3 ráðgjafar geta veitt nánari upplýsingar um þessa nýju virkni – h3@advania.is


Meginhlutir í uppfærslunni:

  • H3 Teningar
    • Aðlögun á launþegavídd í mannauðsteningi – bætt var við þjóðerni
    • Aðlögun á öllum teningum – bætt við loggun á innlestri gagna í BI töflur fyrir teninga
    • Aðlögun á öllum teningum – bætt við nýrri mælieiningu [Gögn síðast uppfærð] sem skal leysa [Teningar síðast uppfærðir] af hólmi þar sem hún verður ekki studd frá og með SQL2017
    • Aðlögun á mannauðsteningi – víddin [Ráðinn-Hætti] tekin úr mannauðsteningi
    • Aðlögun á jafnlaunavottunarteningi – bætt var við tveim mælieiningum til að geta skoðað viðmiðunarstig niður á starfaflokk (óháð fjölda starfsmanna í starfaflokknum)


Meginhlutir í uppfærslunni:

  • Lagfæring þegar verið er að vista launaseðla sem viðhengi á launamenn




Ath. Taka þarf allar uppfærslurnar inn í einu.

Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir að uppfærslurnar eru allar teknar inn.


Almennt:

  • Lagfæring á Ctrl+M varðandi tölvupóstvirkni og listauppsetningu
  • Lagfæring á leit í listum í skjámyndum

Laun:

  • Lagfæring á villu þegar lífeyrissjóður er valinn þegar hækka átti fastar lífeyrissjóðsgreiðslur
  • Lagfæring á innlestri launataflna með fleiri en 20 þrep úr .csv skrám
  • Lagfæring á uppfærslu launamanna úr þjóðskrá þegar þjóðskrárskráningar eru ekki til
  • Virkir starfsmenn sjálfkrafa birtir í kjarakönnun Intellecta
  • Nýjar stoðskrár settar inn vegna kjararannsóknar
  • Hertar aðgangsstýringar fyrir launaseðla þegar þeir skoðaðir á skjá

Stjórnun:

  • Dálkunum Starfaflokkur, Svið, ISTARF95, Menntunarflokkun og Stöðutákn ISAT 95 bætt við lista fyrir starfslýsingar starfsmanna

Ráðningar:

  • Lagfæring á sendingum tölvupósta vegna starfavöktunar
  • Myndvinnsla í samfélagsmiðlaflipa betrumbætt
  • Heiti ráðningarbeiðni birtist nú í umsóknum og .pdf skjölum á mínum síðum á ráðningarvef
  • Umsækjandi fær tækifæri til að vista umsókn þó innskráningartími sé liðinn

Fræðsla:

  • Lagfæring á hraðavandamáli í stillingum fyrir þekkingaryfirlit

Signet:

  • Lagfærð virkni þegar velja á fleiri en einn undirritunaraðila fyrir hönd fyrirtækis




Laun

  • Intellecta kjarakönnun er nú aðgengileg í H3. Leiðbeiningar má nálgast hér og frekari aðstoð má fá með því að hafa samband við ráðgjafa okkar í netfangið h3@advania.is.


Ath. Taka þarf allar uppfærslurnar inn í einu.

Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir að uppfærslurnar eru allar teknar inn.


Almennt:

  • Lagfæring á Ctrl M virkni

Kerfisumsjón:

  • Valmöguleikinn ALLT er núna alltaf efstur í vali í aðgangsstýringum

Signet:

  • Heiti breytt á reit í skráningarmynd

Þjóðskrá:

  • Lagfæring á innlestrartegund 21

Laun:

  • Endurreikningur eyðir núna út afleiddum færslum ef engar skráðar á starfsmann
  • Lagfæring á launatöflu, ekki lengur hægt að afrita upphæðir á milli lína

Dagpeningar:

  • Lagfæring á dagpeningum í H3+

Fræðsla:

  • Lagfæring á þeirri virkni að tengja ytri þátttakendur í Fræðslu við þjóðskrá
  • Óvirkir einstaklingar birtast ekki lengur í lista í Atburðum
  • Lagfæring á síun lista í Fræðsluleit
  • Greiningum bætt við listavirkni í Fræðsluleit

Ráðningar:

  • Lagfæring á deilingu á samfélagsmiðlum
  • Stöðunni „Ráðningu lokið“ bætt við á verkborði
  • Bætt virkni við að afrita ráðningakerfi yfir á ytrivef
  • Lagfæring á þýðingu í þjóðernislista
  • Lagfæring á póstsendingum til umsækjanda ef netföng voru ranglega skráð




Ath. Taka þarf allar uppfærslurnar inn í einu.

Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir að uppfærslurnar eru allar teknar inn.

Dagpeningar í H3+:

Unnið hefur verið að því undanfarið að gera dagpeningakerfið aðgengilegt í H3+. Valmyndir hafa verið einfaldaðar til að gera kerfið aðgengilegra og þægilegra í notkun. Helstu breytingar eru að nú hefur notandinn val um hvort stofna eigi bankafærslur eða ekki.

Leiðbeiningar fyrir dagpeningana má finna hér.

Laun:

  • Lagfæring á villu í greiningatening þar sem einingar sýndu ekki aukastafi
  • Lagfæring á villu sem kom upp í sendingu skilagreina til RSK vegna skráar stærðar
  • Lagfæring á birtingu í flippunum hlutföll og krónur í launatöflum




Ath. Taka þarf allar uppfærslurnar inn í einu.

Ath. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir að uppfærslurnar eru allar teknar inn.


Mannauður:

  • Lagfæring á stöðu eyðublaða á verkborði.
  • Lagfæring á mælikvörðum á verkborði.
  • Lagfæring á flutningi gagna um umsækjendur yfir í H3 Laun og Mannauð.

Fræðsla:

  • Óvirkar deildir og starfsheiti birtast ekki lengur í stillingum í þekkingaryfirliti.

Ráðningar > Umsóknir:

  • Upplýsingar af flipunum Yfirferð umsóknar og Ráðning afritast ekki lengur með umsóknum sem tengdar hafa verið við aðrar ráðningabeiðnir.

Signet:

  • Nýr hakreitur kominn á valmynd, „Birta eftirfarandi texta við undirskrift af hálfu fyrirtækis“. Sé hakað í þennan reit, birtist sjálfgefinn texti „Undirritað f.h. [X]“ sem notandi getur eytt út og breytt að vild.
  • Flettilistinn í Tegund skjals birtist nú þótt vinnunetfang starfsmanns vanti.

Laun:

  • Lagfæring á forskráðum starfsheitum. Launatöflur með orlofshækkun á lífaldur virkar núna rétt.
  • Lagfæring á stillingum dálka og reikningi í áætlunum.
  • Lagfæring á hægagangi í flipanum Reikningur í Skrá tíma og laun.
  • Lagfæring á hægagangi í birtingu launataflna.
  • Lagfæring á útborgunarglugga þegar farið er á milli fyrirtækja.
  • Lagfæring á  Lífeyrissjóðum í H3+. Hægt að skrá nýja launaliði og reglu.
  • Uppfærsla 7574 lagar villu sem gat komið upp t.d. við úttak launaseðla, bankaskráa og Kjararannsóknar þegar verið er að vinna með stór gögn


Teningar

  • Aðlögun á launþegavídd í Mannauðsteningi - bætt var við heimilisföngum og netföngum
  • Aðlögun á Jafnlaunavottunarteningi – texti leyfður í auðkenni þreps í undirviðmiði
  • Breyting á Aðgangsteningi – notanda gert kleift að skoða alla kerfishluta H3, hlutverk, einingar, aðgangsstýringar og notendur
  • Aðlögun á teningum - sviðinu „Lykill“ bætt við víddir með mörgum eiginleikum til þess að nýta virkni í Excel svo skýrslur verði hraðvirkari


Ath. Þeir sem flytja ráðningarkerfið  handvirkt yfir á ytri vef þurfa að gera það eftir þessa uppfærslu.

H3 Laun

  • Nú er hægt að stilla samþykktarferil launa mismunandi milli fyrirtækja, á deildir og hópa

H3 Ráðningar

  • Lagfærð villa ef auglýsingar innihalda myndir


Ath. Taka þarf allar þrjár uppfærslurnar inn í einu. Þeir sem uppfæra ráðningarvef handvirkt á ytri þjón þurfa að gera það eftir að uppfærslurnar eru allar teknar inn.


Almennt:

  • Hægt að lesa skrár á forminu E32 inn í Þjóðskrá

Ráðningar:

  • Lagfæring á villu sem kom þegar farið var í störf í gegnum verkborðið
  • Hægt að breyta netfangi í umsókn sem hefur verið handskáð
  • Lagfæring á að mynd fari inn á grunnskráningu
  • Lagfæring á skyndiminni (cache) á ráðningavef
  • Dagsetningu umsóknar bætt við .pdf skjal þegar umsækjandi er fluttur yfir í Laun og Mannauð

Mannauður:

  • Lagfæring í starfsgreiningum þegar þær voru á mörgum starfsmönnum
  • Lagfæring á að hægt væri að setja ólöleg tákn í heiti viðhengis í skjalaskáp
  • Hægt að flytja út/vista viðhengi starfsmanna

Laun:

  • Lagfæring sem felst í því að verkþáttur verður OSG ef ekkert er skráð þegar dagpeningar eru tengdir við útborgun
  • Lagfæring á villu sem gat komið upp þegar reikniregla 21 var keyrð
  • Lagfæring á villu sem kom þegar launalið 9704 vantaði og uppfæra átti útborgun
  • Aðvörun ef kennitala er röng þegar nýr starfsmaður er stofnaður




Almennt:

  • Lagfæring á listum í H3+
  • Kominn hnappur til að prófa póstsendingar í „Uppsetningu á póstsendingum“ í Kerfisumsjón

Laun:

  • Lagfæring á villu sem kom ef nafn á launatöflu vantaði þegar launaseðlar voru teknir út
  • Lagfæring á hægagangi við að flytja réttindi á heimadeild
  • Lagfæring á lista í Gjaldheimtum til að koma í veg fyrir að hann frjósi þegar mikið af gögnum eru í listanum
  • Hægt að hafa kommutölu í stuðli í reiknihóp
  • Lagfæring á lista í Jafnlaunaskráningu
  • Lagfæring á reiknihópum tengdum við reglu R7
  • Lagfæring á síu í stéttarfélögum starfsmanna
  • Hægt að nota forskráð atriði sem hafa verið skráð á starfsheiti við stofnun starfsmanns, það er gert í Stillir - upphafsgildi. Sjá leiðbeiningar hér
  • Hægt að nota orlofshækkanir sem skráðar hafa verið í launatöflu þegar launatafla er sett á starfsmann
  • Lagfæring á gjaldmiðli í endurreikningi launa

Ráðningar:

  • Ef orlofshækkanir eru skráðar í launatöflu og valið er að nota „Sækja atriði sem hafa verið forskráð á starfsheiti“  í ráðningabeiðni þá spyr kerfið notandann hvort hann vilji nota það sem hefur verið forskráð.
  • Hægt að endursenda pósta í Tölvupóstsamskiptum
  • Lagfæring á vistun umsókna
  • Hakbox komið fyrir framan umsækjendur í „Úrvinnslu umsókna“ til að hægt sé að afhaka umsækjanda sem ekki á að vinna með
  • Lagfæring á villu sem kom ef „Senda gögn“ glugginn var opin þegar unnið var í „Úrvinnslu umsókna“
  • Nú geta stjórnendur með takmarkaðan aðgang að stöðum umsókna aðeins skipt yfir í þær stöður sem þeir hafa aðgang að

Mannauður:

  • Ekki hægt að setja óvirka tegund eyðublaða á starfsmenn
  • Lagfæring á villu sem kom þegar notandi reyndi að vista forsniðið skjal í viðhengistegund sem hann hafði ekki aðgang að
  • Lagfæring á lista í Starfsgreiningum til að koma í veg fyrir að hann frjósi ef hann er tengdur við marga starfsmenn




Laun:

  • Lagfæring á skilagrein til RSK vegna skattareglu 6
  • Bætt hefur verið við skattareglu 7 sem á við 25% skattafslátt til erlendra sérfræðinga, sjá nánar á vef RSK eða skoða leiðbeiningar
  • Lagfæring í reiknivél ef starfsmannanúmer starfsmanns var 10 eða hærra


Laun:

  • Lagfæring á meðhöndlun persónuafsláttar þegar launamenn eru á 14 daga greiðslutímabili í nýju reiknivélinni

Mannauður:

  • Lagfæring á að mynda forsniðin skjöl sem viðhengi beint inn í H3+


  • Þeir sem afrita ekki sjálfkrafa yfir á ytri þjón þurfa að gera það eftir uppfærslurnar
  • Skýrslur í H3 eru ekki lengur gerðar á vél notandans heldur á þjóninum, sem þýðir að ef ekki er búið að setja upp Crystal reports á þjóninum þarf að setja það upp, Hér má nálgast skrána sem þarf að sækja og er einföldum skrefum fylgt til að ljúka uppsetningu.


Kerfisumsjón:

  • Hægt að setja aðgangsstýringar á hlutverk

Almennt:

  • Sprettigluggi (pop-up window) birtist nú í H3+ þegar nýjar uppfærslur koma í dreifingu – setja þarf einingu í hlutverk notenda svo þetta virki. Einingin heitir: TMFW-Patchespopup
  • Lagfæring á Tmscheduler til að laga óstöðuleika í skýrslum og Signet

Laun:

  • Ný reiknivél virkjuð í H3+
  • Bætt villuboð í nýju reikniverki
  • Lagfæring á villuboðum ef innheimtunúmer vantar í launagreiðanda
  • Launaseðill í pdf lagfærður

Fræðsla:

  • Auka stafabilum bætt við í titli og vefslóð í Fræðsluauka
  • Aðeins atburðir í stöðunni „Staðfest“ birtast þegar verið er að skrá starfsmenn á atburð í Mannauði

Mannauður:

  • Ferlið þegar setja á eyðublöð á starfsmenn sem eru í fleiri en einu starfi lagfært

Ráðningar:

  • Nafn á samþykki skilyrt í GDPR


Laun:

  • Lagfærðar aðgangsvillur við að taka út skilagreinar

Ráðningar:

  • Lagfæring á fellivalglugga (combo) í eyðublöðum og ráðningakerfi
  • Lagfæring á að fellival geti verið skilyrt
  • Lagfæring á að hægt sé að stroka út gildi í fellivali


Ráðningar:

  • Lagfæring á að póstnúmer birtist í þjóðskrártengingu á ráðningavef




Skýrslur eru aftur gerðar í H3+ en ekki á þjóni


Almennt:

  • Lagfæring á söguskráningu

Laun:

  • Mögulegt að senda fyrirtækjalista í .pdf skjali þegar útborgun er uppfærð
  • Ýmsar lagfæringar á nýja reikniverkinu
  • Hægt að taka gjaldkeralista út í .pdf án þess að hafa fullan aðgang að skýrslum
  • Endurbætur á veflyklum
  • PWC – vörpun launaliða komin í H3+
  • Lagfæring á samlagningu í skilagreinaglugga

Áætlanir:

  • Villa sem upp kom þegar tæma átti dálka löguð

Stjórnun:

  • Búið er að lagfæra villu sem kom í einhverjum tilfellum þegar ný starfslýsing var stofnuð eða eldri breytt
  • Þegar notandi velur að læsa eyðublaði er hann nú varaður við með athugasemd þess efnis að læstum eyðublöðum er ekki hægt að aflæsa

Ráðningar:

  • Ný og bætt skjámynd fyrir Úrvinnslu umsókna
  • Þegar umsókn er breytt í flipanum Ráðning og nýtt starfsheiti valið, sækir kerfið nú öll skráð gildi strax, ekki þegar er vistað eins og gat valdið misskilningi
  • Flipinn Úrvinnsla nú sýnilegur í Umsækjendur á skrá

Signet:

  • Nú er einnig hægt að senda skjöl til undirritunar úr H3+ Laun
  • Lagfæringar sem koma í veg fyrir aðgangsvillur sem stjórnendur fengu í einhverjum tilfellum
  • Sameining tölvupósta sem undirritunaraðili fyrirtækis fær þegar um marga tölvupósta er að ræða: hak flutt til og texta breytt. 


Lagfærir aðgangsvillu þegar reynt er að taka út launamiða.


Almennt:

  • Ctrl+M virkni komin í H3+
  • Lagfæring á innflutningi gagna úr Excel
  • Möguleiki á að senda villuboð beint með tölvupósti úr villuglugga

Laun:

  • Lagfæring á villu í skilatímabilum hjá fyrirframgreiddum starfsmönnum
  • Lagfærð villa í sambandi við reiknireglu á lífeyrissjóðum
  • Frá og til dagsetning í föstum liðum virkjuð
  • Lagfærð villa varðandi hámark í stéttarfélögum

Verkferlar:

  • Póstsendingar: ábyrgðaraðili verkefnis fær eingöngu einn póst með verkefnum
  • Tölvupóstsniðmát: Lagfæring á breytum og „yfirdeild“ bætist við sem breyta
  • Hægt að skrá magn, verð og stærð við stofnun „hluta í vörslu“ í verkferli
  • Nafn ábyrgðarmanns sést í verkefnalistum í stað kennitölu
  • Minnislistar: endurbætur og viðbætur á gildum sem hægt er að sækja („Sækja gildi frá“)
  • Lagfæring á stofnun eyðublaða
  • Lagfæring á óvirkjun skjala
  • Lagfæring á að notendur sem ekki eru starfsmenn fyrirtækis geti sinnt verkefnum í fyrirtækinu

Signet:

  • Einhliða undirritun möguleg
  • Undirritun þriðja aðila, svo sem forráðamanna, möguleg
  • Hægt að senda mörg skjöl í undirritun með einni aðgerð (sama skjal og sami undirritunaraðili fyrirtækis)
  • Ítrekunarpóstar; ítrekanir sýnilegar í sögutöflu, tölvupóstsniðmát ítrekunarpósta í boði, hægt að senda endurtekna ítrekunarpósta.

Ráðningar:

  • Óvirkir notendur sjást ekki í Aðgangsheimildir umsókna
  • Stuðningur við innri ráðningar; ráðningarbeiðni birtist ekki á ráðningarvef en hægt að afrita slóð innri ráðningabeiðni og setja t.d. á innri vef
  • Netföng starfsmanna birtast í fellilista við reitinn „Til“ þegar umsóknir sendar áfram á þriðja aðila
  • Hægt að ráða röðuninni í „Nærtæk skjöl tengd umsækjanda“

Mannauður:

  • Lagfæring á stærð eyðublaða í mannauði
  • Lagfæring á vistun eyðublaða
  • No labels