Minnispunktar - CTRL + M
Í kerfinu er til staðar sú virkni að þegar nafn er valið og smellt á Ctrl+M opnast gluggi þar sem hægt er að skrifa minnispunkta varðandi viðkomandi starfsmann. Einnig er hægt að stilla minnisatriðið þannig að send verði áminning á þann aðila sem skráði minnispunktinn og tekinn frá tími í dagatali ef tímamörk eru á að notandi klári verkefni er varða viðkomandi starfsmann. Einungis sá sem skráir minnispunktinn getur breytt eða eytt honum.
Yfirlit skráðra minnispunkta er svo aðgengilegt í:
- Laun: Til að fá yfirlit yfir alla minnispunkta sem skráðir hafa verið í kerfið er gefinn aðgangur að einingu salary0100 - Laun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M - ATH að sá sem er með þessa einingu sér ALLA minnispunkta sem hafa verið skráðir í kerfið. Eftir apríl uppfærsluna 2022 eru minnispunktar starfsmanns sem skráðir eru með kennitölu eða starfsnúmer í reitinn "Númer" aðgengilegir í gegnum "Skrá tíma og laun skjámyndina".
- Stjórnun: Til að fá yfirlit "Mína minnispunkta" í Stjórnun er gefin aðgangur að einingu hrm0100 - Stjórnun - Stofn - Minnismiðar Ctrl M (til að einingin virki þarf einnig að fá aðgang að Stofni undir Stjórnun með einingunni hrm0005)
- Skrá tíma og laun: Hægt er að fá yfirlit yfir skráða minnispunkta á starfsmann í Skrá tíma og laun - Skráning - Minnispunktar (til að fá þessa virkni inn þarf notandi að hafa einiguna salary0100).
- Minnispunktar á einstaklinga
- Minnispunktar á launagreiðanda
- Persónuvernd (GDPR) og minnispunktar
- Minnispunktar í Skrá tíma og laun
Athugið. Stilla þarf netföng til að áminningar berist; annars vegar þarf að vera netfang á viðkomandi notanda (Kerfisumsjón - Notandi) og hins vegar þarf að stilla netfang sem áminningin er send úr.
Vinsamlegast hafið samband við ráðgjafa okkar í netfangið h3@advania.is til að fá aðstoð við það (appointmentMailFrom).